sunnudagur, september 12, 2004

PayPal verified

In order to be able to buy from an Aussie company on Ebay, I had to get verified. I had hesitated for months, but it was easy and a nobrainer. Always learning a little more each time...

More on Powerline to Ethernet Bridge

ENGLISH

My testings went on from my posting in May, and I found out that I could not use this equipment the way I intended as in my town the electricity is 3-phase 380V to ground (200V x 3 phases) and each floor uses different phase. Not the way it should be, really and the P2EB MUST be on the same phase to work. And I have tested it to work successfully on same floor (same phase).

ÍSLENSKA

Ég gerði ítarlegar prófanir á þessu Powerline to Ethernet Bridge (brú) og fann út úr því að brýrnar verða að keyra á sama fasa til þess að tengjast. Víða á Íslandi eru 380V í þrem fösum í jörð (nettó 220-240V), en sums staðar er sinn fasinn notaður á hverja hæð eða hverja íbúð. Það er þannig hjá mér að sinn fasinn er á hverri hæð og því get ég ekki tengt á milli hæða eins og ég ætlaði. En ég reikna með að fara að flytja, þannig að ég er ekkert að láta gera í þessu.

laugardagur, september 11, 2004

Powerline to Ethernet Bridge

Hi World (and myself!) ;-)
This is an updated post since May. In the beginning of May I bougth myself a pair of Planet PL-101E Powerline to Ethernet Bridges, which makes it possible for me to access my ADSL modem upstairs from downstairs without any additional plugging. These came cheap and cost only one third of the price of a Wireless system.
The problem is, however, that my Clevo Laptop seems not able to connect properly to this bridge. All the lights show but I am not able to set the password and get a message that says that no bridge is found (or something like that).
No help on the internet (browsing and browsing), so this seems not a problem related to the bridge. Now I have to check the network settings of the laptop, I think, and see whether I get any solotions from there. Maybe a wrong IP physically on the NIC?
Intellon is going OpenSource with the drivers/utilities for their chipset. Here is a posting I came across on SourceForge (http://sourceforge.net/people/viewjob.php?group_id=101914&job_id=18131):

HomePlug Powerline Driver writer and porter
Designated Contact: jamesmentz
Status: Open
Open Date: 2004-03-24 07:35
For Project: PowerPacket USB Driver and Config Utiliy
Long Description: Intellon's HomePlug software has gone open source.
Intellon is the chipset provider for over 95% of the HomePlug products on the market.
HomePlug makes every electrical outlet in your home act like a port on one giant 10BaseT switch-hub.
A commercial explanation of these products is at:
http://www.netgear.com/products/details/XE102.php?view=hm
We want to give the world a Linux USB driver and Network/Security Configuration Utility.
We opened the Windows source for porting and our IC's Technical Reference Manual (better than the datasheet) if you want to start from scratch.
I am the Applications Engineer that convinced the company that an open project was at least as good as our scheduled-for-summer-completion in-house closed development project. So far I've been wrong. We shared our secret sauce recipe with the world and nothing happened.
I am looking for a few good developers to show the world that they can do something with this code. The output will get high visibility with HomePlug member companies - major consumer electronics makers.
As a sourceforge newbie I don't want to toe the line for commercial opportunities, but I can certainly chuck some free HomePlug adapters to *select* individuals who convince me that they are willing and capable of driving this effort with me.
In addition to starting the empty shell of a SoureForge project, I have placed the package on our web site at:
http://www.intellon.com/support/Intellon_Linux_Release_Package.zip
and posted an app note about it at:
http://www.intellon.com/support/Intellon_Linux_App_Note_26002465.pdf
thanks,
James.Mentz@intellon.com
Required Skills: Skill 7110 Networking Level Competent Experience 2 yr - 5 yr

Now, you able guys, it is only to sign up and help.
More later. Böðvar

fimmtudagur, september 09, 2004

Meira um Ebay og PayPal

Engin vonbrigði hér. Vörurnar skila sér. Ég lærði hins vegar að það er betra að skrá sig sem "verified" PayPal notanda. Greiðslur ganga þá gjarnan hraðar fyrir sig og sumir versla alls ekki við þá sem ekki eru "verified". Gallinn við að taka þetta heim frá Bandaríkjunum er að það þarf yfirleitt að nota þriðja aðila til að sjá um að koma hlutunum heim. Hér er komin þjónusta við slíkt -- ShopUSA -- og er það gott, nema hvað þjónustan er nokkuð dýr. Ég þurfti að borga meira í þjónustu og aðflutningsgjöld hjá ShopUSA en ég greiddi fyrir sjálfar vörurnar að viðbættum flutningskostnaði til Norfolk!
Það virðist líka betra að versla við Ástralíubúa en Kanana. Kanarnir virðast vera í eins konar fangelsi og eiga í erfiðleikum með að senda vörur úr landi. Fyrir Áströlum er útflutningur ekkert mál. Náði mér þar (í gegnum Ebay) í SCSI controller á um 7000 kr., sem kostar hér um 30.000 kr. út úr búð. Ekki slæmt.

laugardagur, september 04, 2004

Hættur í Hvalfjarðargöngum

Gönging komu...en

Ég er búinn að keyra þessi göng frá því áður en þau voru opnuð. Tilhlökkunin var mikil að geta ekið daglega í vinnuna fyrir sunnan, því að verðið átti að verða viðráðanlegt. Því miður brást það og er gangagjaldið því skattur á ferðalanga, einkum þá sem mest þurfa á þeim að halda, Akurnesinga og nágranna þeirra.

En það var ekki þetta sem ég ætlaði að ræða um, heldur það sem ég uppgötvaði fljótt, en hef beðið eftir að skrifað yrði um: hætturnar í göngunum. Þar sem ég hef enn ekki orðið var við vitlegar umræður um hættur ganganna og mögulegar úrbætur, þá tel ég að rétt sé að setja fram mínar skoðanir á málinu.

Hættur ganganna

Þegar ekið er erlendis, sér maður að hlutir eru með ýmsum hætti. Göng líka. Sums staðar eru þau dimm og þröng (einkum í Noregi), en annars staðar björt, breið og þægileg að aka um. Ég hef ekið um göng í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Belgíu, Lúxembúrg, Frakklandi, England og Bandaríkjunum (ekið frá Seattle um Kaliforníu til Tucson í Arizona) og þannig séð margar og mismunandi útfærslur. Eftirfarandi greiningu og mögulegar lausnir byggi ég á þessari reynslu sem ökumaður.

  1. Göngin eru of dimm.
    Óvíða hef ég ekið dimmari göng en Hvalfjarðargöngin (sleppum Ólafsfjarðarmúla o.þ.u.l.). Göngin eru múrsprautuð með lit sem gleypir nánast alla birtu. Til þess að reyna að vega upp á móti þessu er miklu rafmagni eytt í raflýsingu, sem af sömu ástæðum dugar skammt. Þetta sjáum við meðal annars á því hversu hægt þeir aka, sem sjaldan fara um göngin, eða þeir sem farnir eru að missa bestu sjón.
    Bæði í Bandaríkjunum og Frakklandi (og víðar) hef ég ekið um göng sem eru hvítkölkuð. Það munar gífurlega miklu á birtustigi og eykur á öryggi að göngin séu björt, vegna þess að minni athygli og orka fer í það að reyna að sjá hvar maður er staddur á veginum. Þetta er einn allra stærsti öryggisþátturinn í lokuðu umferðarrými (göngum, stokkum o.fl.).
  2. Kantsteinar
    Þegar ég fór um göngin áður en þau voru fullkláruð (þau voru stundum opnuð þegar veður voru ill) fundust mér þau víð og lofa góðu. En því miður fannst einhverjum þörf á að setja kantsteina og búa til eins konar gangstéttar á hvora hlið -- eins og þeir vissu ekki að umferð gangandi fólks yrði bönnuð!
    Hvað gerist ef bíll rekst utan í kantstein? Margir bílstjórar hafa reynslu af því. Með örfáum undantekningum er eins og rykkt sé í stýrið og því snúið af afli í þá átt, sem hindrunin (kantsteinninn) er -- út af! Bíllinn hendist þá út í vegginn og kastast til baka út á veginn aftur og gjarnan út í vegg hinum meginn, eða veltur.
    Eru aðrar lausnir? Það er mjög óvíða, nema í stuttum göngum og þá helst innanbæjar, sem maður sér kantsteina í göngum erlendis. Besta lausn sem ég hef séð er að setja "rillur" úr nokkurra millimetra þykku hvítu asfalti úti í kantana. Rillurnar (upphækkaðar línur) eru ýmist með jöfnu eða misjöfnu millibili. Þegar bíll ekur yfir þær, myndast hátt hljóð, sem vekur jafnvel fast sofandi bílstjóra. Þeir hafa þá smástund til þess að kippa bílnum inn á veginn aftur og þó svo að það gerist ekki, þá ætti bíllinn að fara mjúklegar út í vegginn og hætta á veltu eða miklum meiðslum að minnka töluvert.
    Ég er sannfærður um að þessi lausn mundi fækka óhöppum í göngunum verulega.
  3. Þungaflutningar
    Mikið hefur verið kvartað undan þungaflutningum, einkum flutningum eldsneytis. Loksins hefur eitthvað verið gert varðandi þungaflutninga. Umferð þungaflutningabifreiða hefur verið takmarkaður við ákveðna tíma sólarhringsins -- misjafnan eftir dögum vikunnar. Mér sýnist þó að mikið vanti uppá. Enn eru venjulegir ökumenn að lenda í því að vanbúnir flutningabílar aka á allt niður í 20 km hraða niður göngin og safna á eftir sér fjölda bifreiða eða freista manna til ólöglegs framúraksturs. Þetta gera þeir vegna þess að þeir hafa ekki hemlunar- eða vélarafl til þess að stöðva bifreiðina ef eitthvað kemur upp á. Upp göngin hinum megin aka þeir svo á allt niður í sama hraða -- eftir hleðslu og vélarafli. Þessa þungaflutningaumferð þarf að takmarka við alminnsta umferðartíma.
  4. Hættuleg efni (Dangerous Goods)
    Akstur með eldfim og sprengifim efni voru vandamál, en eitthvað virðist hafa verið gert í þeim málum -- alla vega er það sjaldnar nú orðið, sem maður lendir í að aka á eftir slíkum bílum. Annað hvort ætti að banna þennan akstur með öllu, eða úthluta sérstökum tíma, sem þá væri vel auglýstur á skiltum og með framíkalli á útvarpssendingum ganganna, svo að menn eigi kost á að velja að aka þá Hvalfjörðinn eða að snúa við.
  5. Mengun
    Sumir ofangreindra flutningabíla og einnig aðrir bílar með dísilvélar valda mikilli mengun þegar ekið er undir álagi. Þá eru vélar eitthvað vanstilltar eða slitnar. Ég tel að taka þurfi nokkuð hart á þeim sem þannig tækjum aka, því að það er fremur óheilsusamlegt að anda að sér þeirri mengun, sóti og öðru, sem myndast við þessar aðstæður, einkum þar sem gangamenn virðast sparir á blásarana, sem eiga að sjá um að reykhreinsa göngin.

Hvað þarf að gera?

Sjálfsagt má nefna til fleiri hættur en hér eru nefndar, en eitt er víst: Eitthvað þarf að gera.
Í fluginu er lögð mikil áhersla á öryggismál. Þar starfa lögskipaðar nefndir og einnig hafa flugfélögn sjálf komið á stofn öryggisnefndum innan sinna veggja. Þessar nefndir reyna að finna leiðir til þess að minnka áhættuna í fluginu. Skrifaðar eru reglur sem félögin þurfa síðan að fara eftir.
Í samgöngumálum á landi virðast eingar slíkar nefndir vera starfandi. Ef þær eru það, þá fer lítið fyrir þeim. Að mínu viti verður að koma á sérstakri nefnd um umferð í veggöngum, sem hafi vald til þess að setja reglur um þennan öryggisþátt. Þessa nefnd þurfa hlutlausir aðilar að skipa, þ.e. ekki fulltúrar gangaeigenda eða Samgönguráðuneytis, nema í mesta lagi einn frá hvorum, þar sem báðir hljóta að teljast eiga sérstakra fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Nefndarmenn þurfa að vera skipaðir af Umferðarráði, Hæstarétti, Bílgreinasambandi, FÍB, Neytendasamtakanna og öðrum, sem teljast mega fulltrúar "neytenda".
Hugsanlega þarf einhverja lagasetningu til þess að slík nefnd hafi nægilegt vægi. Það ætti ekki að þurfa, en mér sýnist því miður að eigendur ganganna og Samgönguráðuneyti hafi til þessa sýnt ákveðinn mótþróa í þeirri litlu umræðu af þessu sem þó hefur þegar farið fram (eldsneytisflutningar) og séu því ekki líklegir til þess að taka á málinu, og líkast til heldur líklegir til þess að standa í gegn.
Það væri gaman að fá umræðu um göngin, einkum hættuþáttinn, en einnig þarf að ræða gangagjaldið og þá mismunun sem þar á sér stað. En það er efni í annan pistil.

miðvikudagur, september 01, 2004

Ebay og PayPal

Það er langt síðan ég skráði mig á Ebay og PayPal. PayPal notaði ég straxt til þess að kaupa diska með The Savage Rose, en Ebay var bara fikt. Nú um síðustu helgi var ég hins vegar að prófa mig áfram og náði í notaðan FrameMaker 6.0 +SGML á 51 dollar, diskur, bækur og allt. Forritið kostaði upprunalega um 1500 dollara. Góður díll. Einnig náði ég í 18GB SCSI disk á 31 dollar. Hvort tveggja greiddi ég með PayPal og svo tek ég þetta heim með ShopUSA. Það á eftir að sjá hvernig það gengur. Meira síðar. Böðvar

laugardagur, júní 19, 2004

SuSE Linux 9.1 enduruppsettur

Þegar lítill er tíminn taka hlutirnir oft langan tíma -- einkum það sem tilheyrir áhugamálunum.
Ég hef keypt ca 2 af hverjum 3 útgáfum á ári af SuSE Linux síðan í maí eða júní 1999, en þá keypti ég útgáfu 6.1. Vá! 1800 forrit á 5 geisladiskum! Ekkert smá flott fyrir þær 3.500 kr., sem það kostaði þá í Bóksölu stúdenta.
Síðan eru 5 ár og ég hef ekki fengið neinn vírus eða orm eða neitt slíkt, sem með neinum hætti hefur haft neikvæð áhrif á tölvuna (burtséð frá því litla plássi sem þetta rusl tekur , en yfirleitt kemur það með öðrum pósti).

SuSE 9.1

Fyrir rúmlega mánuði síðan fékk ég mér SuSE 9.1 uppfærslu hjá Nýherja. Pakkinn innihélt -- eins og síðustu útgáfur -- 5 geisladiska auk DVD fyrir 32 bita tölvur og Administration Guide upp á um 500 síður. Stærsta nýungin nú var hins vegar DVD fyrir 64 bita AMD og Intel, en ég á enga slíka, þannig að það nýtist mér ekki. En þetta er mögulegt með nýja Linux kjarnanum, 2.6. Því miður reyndist útgáfan gölluð. DVD diskurinn búttaði ekki og geisladiskarnir voru einnig eittvhað vænskilegir. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem slíkt kemur fyrir hjá SuSE. Þeir þyrftu að nota vandaðri diska eða að hafa betra eftirlit með diskunum sem fara út. Þó að þetta sé einstaklega ódýrt, þá skiptir máli að nýjir notendur fái ekki neikvæða reynslu og hætti við allt saman strax í upphafi.
Hjá Nýherja virðist það vera aðeins ein manneskja, sem getur sagt til um hvort gölluðum pakka fáist skipt. Hún var veik í meira en viku, þegar ég reyndi loks að fá skipt, en síðan gekk það allt í lok fyrri viku.
Fyrri pakkann hafði ég keyrt sem update, en þar sem einhverjir diskarnir voru gallaðir, þá heppnaðist updatið ekki nógu vel og komu upp ýmis vandamál með nokkur forritanna. Ég ákvað því nú að keyra þetta sem nýja uppsetningu, en byggða á gömlu partisjónunum, enda ekkert út á þær að setja, og með því móti er hægt að ákveða hvað maður ætlar að strauja og hverju á að halda.

Uppsetningin

Í stuttu máli, þá búttaði DVD diskurinn eins og ekkert væri. Ég ákvað, þegar ég var kominn aðeins af stað að minnka upplausnina í uppsetningunni, minnugur þess að sú upplausn er einnig notuð í textahamnum (console, F1-F6). Minna mál væri að breyta upplausninni fyrir X serverinn (fyrir gluggaumhverfið). Gott mál, nema að ég komst ekki alveg til baka nema með því að fara í Shutdown, sem keyrir niður Linuxinn og slekkur á tölvunni. Allt í lagi með það. Ég keyrði bara SuSE DVD diskinn upp aftur og nú gekk allt smurt. Ég notaði gömlu partisjónirnar og mántaði þær á sömu mountpoint og áður, stillti á að forma / (rótarmöppuna), /boot, /usr, /opt, /var og /tmp, en hélt /home, /work og /local, þannig að allt efnið inni á því héldi sér.
Ég hafði til þessa haldið að aðeins væri um 3 tegundir uppsetninga í byrjun að ræða, basic, KDE og einhverja þriðju með OpenOffice, en sáralítið af öðru. Nú sá ég að hægt var að komast fram hjá þessu og einfaldlega velja alla þá pakka sem ég vildi setja inn. Þetta tók mig ca klukkutíma (um 2000 pökkum úr að velja) og nú var bara að samþykkja og fara niður og fá sér kaffi (eða eitthvað annað) og horfa á sjónvarpið með konunni :-).

Ég uppgötva nýjungar

Ég fór upp eftir myndina og þá þurfti ég bara að svara spurningum varðandi configuration á ýmsu hardware og setja lykilorðið fyrir root. Að því búnu lauk tölvan uppsetningunni. Áður þurfti alltaf að setja upp a.m.k. einn notanda auk root, en það virðist fyrir bí núna með SuSE 9.1. Nú var bara að logga sig inn, og þar sem aðeins root hafði verið settur upp, varð ég að logga mig inn sem root. Fyrsta verkefni root var þá að setja upp nýja notendur. Ég hafði alltaf þurft að vista gömlu notendurna undir nýju nafni áður en uppsetning hófst, þar sem einhvern tíma neitaði uppsetningarforritið YaST að nota þá gömlu. En nú er komin breyting á. Ég uppgötvaði sem sé að hægt er að nota gömlu möppurnar, búa til sömu notendur með sömu userid og allt sem þarf er að setja lykilorðin upp á nýtt.
Glæsilegt! Aldrei hefur verið jafn auðvelt að setja upp Linux kerfi.

ADSL tengingin

Eins og venjulega er SuSE með þýska ADSL standardinn (ekki Microsoft), en Alcatel ADSL Ethernet módemið mitt notar sér pptp forrit, sem er sem sé öðruvísi en hjá SuSE. Allt sem eftir var að gera til þess að fá allt til að keyra var að kópera gömlu skrárnar inn á sína staði. Það er bara að muna þetta allt: /etc/resolv.conf /etc/hosts /etc/ppp/chap-secrets /etc/ppp/options og síðan skriptin til að keyra upp og taka niður ADSL tenginguna.
Eitthvað reyndist vera rangt hjá mér um nóttina, svo að ég ákvað að sofa á því og fann út úr því síðan áðan. Ég hafði verið með ranga ip tölu á einum stað. Það er ekki gott þegar hún á að passa við host (eigin tölvu!). Sem sagt, frábært. Mæli með uppsetningu af þessu tæi. Böðvar.

fimmtudagur, júní 10, 2004

Paging problems in a book (FM 7.0 v/s QPulse)

I have been doing some real tests in FM 7.0 on a AMP-B747. In order to be able to manage each section individually by QP, I made a book file that includes some 65 files which make up 4 parts (volumes) of the book + preamble (control pages and such). In this case each chapter is treated as volume and each section as a chapter. The result is, that if I want to keep the paging system [page# of pages], each file must be set to start page counting at #1. If I want to keep running page numbers, I must either have only the page number or all pages where I want to show [page# of pages] in one file. Another problem with the separation of sections into files, is that left/right starting pages must be handled manually. Conclusion: Keep with one file for each body of book part (part, chapter) in one file, as much as possible. However, in the rare cases of printing and disseminating hundreds of copies of partial revisions, separation of sections into files may be feasible.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Comments added

I added the possibility for users to insert their comments to my blog yesterday. Didn't seem to work to well, so today I changed the [imported] template snippet a bit and now it works. At least a window opens for the reader to write his/her comments.

fimmtudagur, júní 03, 2004

Tímamót -- fjölmiðlalög og Savage Rose

Það var stór dagur í gær. Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neitaði forseti að undirrita lög og vísaði þar með máli til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sama dag fékk ég langþráðan disk í hendur, disk/plötu, sem ég hef mikið reynt að ná í, In the Plain með the Savage Rose.

Fjölmiðlalögin

Mér finnst Ólafur Ragnar hafa sýnt mikinn skörungsskap með ákvörðun sinni, enda margt við þessi lög að athuga.

Lögin (um breytingu á fjölmiðlalögum og samkeppnislögum) finnur þú hér: Lög um breytingu á útvarpslögum, nr. 53/2000, og samkeppnislögum, nr. 8/1993. en eldri lög hér: Útvarpslög nr 53 árið 2000 og Samkeppnislög nr. 8, 1993.


Mínar athugasemdir við lagabreytingarnar eru einkum þessar:

  1. Vald er fært að öllu leyti frá Alþingi til menntamálaráðherra og til hæstaréttar, sem skipaður er af dómsmálaráðherra ( a-liður, breyting á 2. gr.). Hver er ástæðan fyrir því, önnur en valdagræðgi ráðherra? Afleiðingin hlýtur að vera meiri samþjöppun valds til handa ríkisstjórn. Texti þessarar málsgreinar er ekki nægilega skýr til þess að greina megi með vissu hvort aðalmenn eigi að vera 3 eða 5 eða jafnvel 6. Pólitíkusar eru, eins og saga síðustu missera sýnir, gjarnir á að túlka allt sem hægt er að túlka á fleiri en einn veg sér í hag.
    Hæstaréttardómarar (hæstiréttur) eru skipaðir af dómsmálaráðherra, þannig að hér er komið á nánast hreinu ráðherravaldi.
  2. a-liður málsgreinar b (undarlegar merkingar út af fyrir sig, sem benda til flausturslegrar vinnu) beinist augljóslega að einu fyrirtæki eða samsteypu, sem kannski þarf ekki að vera ónauðsynlegt á öllum tímum, en manni finnst óþarfi að taka á með þessum hætti. Hvað með eignarréttarákvæði og annað slíkt?
  3. Hér eru sett viðmið í fastri krónutölu. Það þýðir að með tímanum og áframhaldandi verðbólgu gjaldfalla þessi lög.
  4. Hægt hefði verið að ná þessum markmiðum með lítilsháttar breytingu á samkeppnislögum.
  5. Ég tel samt að eignarhaldið skipti ekki mestu máli, heldur hvernig því er varið. Hefði verið miklu betra að setja inn ákvæði um heimild til eftirlits með því hvort eignarhald hafi veruleg áhrif varðandi samkeppnishamlandi skoðanamyndun og takmörkun á frelsi þeirra sem starfa við viðkomandi fjölmiðil og annarra, sem óska að koma skoðunum sínum á framfæri. En þá er eftir að ákvarða verkaskiptingu milli Samkeppnisstofnunar og útgarpsréttarnefndar.
  6. Ekki er tekið á samþjöppun eignarhalds og aðstöðu til skoðanamyndunar sem átt getur sér stað með öðrum hætti, t.d. í gegnum pólitík. Davíð Oddsson gæti t.d. keypt upp hvern fjölmiðilinn af öðrum, ef honum svo sýndist (og ef hann gæti fjármagnað kaupin) og ráðið þannig algerlega umræðunni. (Ekki að ég telji að hann geri það, svo sem!)
    Þannig er Berlusconi-syndrómið til staðar að öðru leyti en því að þeim sem rekur dagblað (ekki annars konar blöð) eða á í slíku útgáfufyrirtæki má ekki veita útvarpsleyfi.
  7. Hver er eiginlega hættan við að einhver geti rekið fleiri tegundir fjölmiðla? Eru ekki einmitt möguleikarnir í tækni dagsins í dag "Single Sourcing" og "Multi Media"? Þetta ákvæði er því beinlínis hlæilegt!
  8. Áhrifin af meginmálsgrein b-liðar b (Skylt er þeim...) eru að mínu mati ófyrirsjáanleg.

Spurningin er nú þessi: Er þjóðin tilbúin til að setja sig inn í þessa lagasetningu og kjósa af yfirvegun um þau?

The Savage Rose

Það er hreing merkilegt hvað þessi hljómsveit -- og einkum platan In the Plain frá 1968 verkar sterkt á mig. Söngkonan, Anisette, er hreint einstök. Hvergi hef ég heyrt annan eins söng, bæði kraft, mýkt, grófleika og dýnamík. Mér finnst skaði að að hljómsveitin hafi ekki náð betur eyrum Íslendinga. En hér er vefur, þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar um hljómsvetina: SavageRose.com Sem sagt, ég óska þjóðinni og sjálfum mér til hamingju. Böðvar

föstudagur, maí 21, 2004

LinkedIn

Kay Ethier, the teacher/schoolmaster of Brightpath Solutions, referred me to LinkedIn some three months ago. As I trust her totally, I signed up but did not do any testing until after Sarah O'Keefe of Scriptorium Inc sent me an invitation too. Now both are my links, and I have had a look at the system. 36 people living in Iceland are members. I have as a total more than 45,000 people that I can search for regarding services in many categories. Real cool. I am going to expand. ;-)

Gmail

Siggi Hrafn invited me to Gmail the other day. Gmail is great, even though it is in trial state (Beta). It has categories which you can apply more than one to each mail as needed. Works like copying your mail into different mail folders. And it is FAST! Hope it will prove reliable too.

fimmtudagur, maí 13, 2004

13. maí

Ég var allt í einu að fatta hvaða dagur er í dag. 13. maí -- afmæli mömmu heitinnar. Hún hefði orðið 81 árs í dag. Þann 13. des. verða 40 ár síðan hún dó. Blessuð sé minning hennar. Hún er í faðmi Guðs.

Framgangur í Frame

Langur tími síðan síðasta blogg átti sér stað. Ég hef verið í önnum í vinnunni, verkefnin hrannast upp og fjármáladeildin er í mínus með að ráða mannskap, sem allir yfirmenn hafa þó samþykkt. Undarleg deild. Það er eins og þeir kunni bara kredit, ekki debet, í bókhaldinu. En það er þó sama. Ég náði góðum árangri að koma CAM í prentun á þriðjudag með engum fyrirvara til þess að fá hann úr prentun með engum fyrirvara. Hefði ekki getað þetta nema út af því að þetta er í Adobe FrameMaker. Þetta var sérútgáfa en um leið var gert tilboð í heildarútgáfuna. Náði að klára óstyttu útgáfuna í dag 446 síður með hyperlinkuðu main ToC, sem linkar í hyperlinkaða kafla ToC. (Þetta skilur ekki nokkur maður!). En þetta lofar flottu fyrir on-line/CD-ROM útgáfuna. Sansa restina á morgun. AMPinn verður að klárast um helgina. Verst hvað hann er hræðilega illa unninn í hendurnar á mér. Ég ætla mér að gera hann flottan líka. Stöðugar endurbætur -- það er mottóið, sem ég hef sett mér. Það hefur gengið upp til þessa -- með Guðs hjálp. Þakka þér fyrir, Guð.

föstudagur, maí 07, 2004

Should I learn Assembler?

I got a link to this very interesting article in an e-mail from the Basiclinux mailing list.
Why Learning Assembly Language is Still a Good Idea by Randall Hyde -- Randall Hyde makes his case for why learning assembly language is still relevant today. The key, says Randall, is to learn how to efficiently implement an application, and the best implementations are written by those who've mastered assembly language. Randall is the author of Write Great Code (from No Starch Press).
This is not the first time I hear this, and by what I have heard I believe the guy is absolutely right. Check the article out. And if you got the time, get a good book on Assembly language.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Vorráðstefna PTS 2004

Ég hef ekki fengið póst frá Prenttæknistofnun (PTS) lengi. Sá svo í Mogganum í morgun auglýsingu frá PTS um vorráðstefnu, þar sem fjallað verður um PDF í ólíku umhverfi. Fékk leyfi hjá Atlanta til að fara á þeirra kostnað. Það verður gaman að sjá íslenskt sjónarhorn á þessu máli, sem ég var búinn að skoða á námskeiðunum hjá Shlomo Perets hjá MicroType. Nýi framkvæmdastjórinn hjá PTS ætlar að bæta mér aftur inn á póstlistann.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Another Solution

Checking the netsolutions further, Tölvulistinn told me about another solution, i.e. an ethernet adapther through the domestic electric system (230V). I will need two ea only which will amount to 1/3 of the total cost of the Wireless ADSL Router. I already have and ADSL on the Ethernet, a 4x hub and several computers with netcards included, so here is the solution for the inhouse network between floors/rooms. Only ISK 3.490 each adapter. Thi system reaches some 90 meters through the power mains system.

Þráðlausir routerar/ADSL modem

Kíkti aðeins á þetta í gær í Tölvulistanum. Þeir mæla með Panet ADW 4100 og Linksys WAG 54G fyrir mínar þarfir. Linksys er rosalega flottur, 16.900 í Tölvulistanum, en Margmiðlun er með tilboð á 990x12 mán. (og 20% afsl ef síminn er fluttur til þeirra). Athuga hvað síminn býður. Linksys er með 4 porta hub fyrir Ethernet tengingar, en síðan má bæta við 32 þráðlausum tækjum, þannig að nota má tækið sem prentþjón að auki. Sterkur eldveggur innbygður. Hvernig ætli hann sé stilltur?

Hér eru umsagnir:

Linksys WAG54G
Review By: Nigel Graham 09 February 2004 Very easy to set-up. Good speed achieved over 100 foot gap between houses. Would not work with Netgear MA101 on XP but worked on 98 - Strange - but worked fine with Netgear ME101. Set-up via Browser using Linux was a doodle. Good features like:- Log of all activity. Security includes NAT MAC address barring or permit only lists. Excellent VPN set-up and port forwarding. Poor or questionable aspects:- 128bit encryption brought weak signals to a crawl. (but that is the nature of encryption) Date is not recorded in the log and the log can only be read in blocks of 100 lines. No save settings in file on computer in case of complete crash and have to set-up again. Documentation is OK if you already understand networking. Overall one of the easiest set-ups I have seen.

föstudagur, apríl 23, 2004

Linux vélarnar

Ég var að prófa heimasíðuna mína og datt einhvern veginn í hug að klikka á Linux Counter. Fann login og lykilorðin mín og kýldi á að klára að færa inn Linux vélarnar mínar og þessa í vinnunni. Alls eru þær 5 stk., þ.a. ein gömul 33MHz Digital vél, sem ég ætla að nota sem router, en hef ekki klárað að tengja. Ég hef ftp-að á henni og gekk það vel. Verð að fara að klára að setja upp almennilegt net á tölvurnar, svo ég geti auðveldlegar unnið á þær saman. Stærsti gallinn er plássleysið og hitinn í þessu litla herbergi. Ekki mjög gaman. :-(

Konqueror þýðir stafasettið vitlaust

Ég fæ bara gríska stafi í staðinn fyrir íslensku stafina þegar ég les blogginn. Virkar rétt í preview. Samt er Konqueror stilltur á Latin-1 settið. Hmmmm. Þarf að finna út úr þessu. Hef lent í þessu áður. Hafði eitthvað með lókale að gera.

Konqueror frá KDE

Konqueror frá KDE virkar að því er virðist fínt. Netscape 4.8 er svolítið hrár og virðist lakasti kosturinn fyrir bloggið fyrir utan Amaya, sem ekki er brúklegur kostur.

Amaya og Netscape

Amaya virkaði ekki, enda meira hannaður sem prófunartæki fyrir HTML og XHTML. Netscape 4.8 virkaði hins vegar, en Java og JavaScript voru ekki fyrirfram sett á.

Opera 7.11

Þetta er prufa í Opera 7.11 fyrir Linux. Það er útgáfan sem kom í haust og fylgdi SuSE Linux 9.0. Og ekki orð um það meir.

Blogger prófaður heima á Linux

Þá er ég kominn heim, búinn að borða og horfa á fréttir, og kominn í Linux vélina mína. Nú er að prófa bloggið gegnum hina ýmsu vafra. Ég byrja á Mozilla1.4, og á þá eftir Opera, Netscape og Amaya í það minnsta. Nú er ég að prófa html kóða af ýmsu tæi. Hmm -- þægilegt. Þeir virka.
Sjáumst síðar.
Some people just want to be noticed by sending out rubbish into the aether.

Why Klingenberg?

I tried to get to use my name, Bodvar, for my postings, but that one was already taken. As my ancestor was Mr. Klingenberg, I tried to use that and it was available even though there are a lot of people by that name, especially in Germany. This my ancestor, Hans Klingenberg, came to Iceland in the 18th century from Denmark. His origins in Denmark are rather uncertain, but at least his knowing certain important people at the royal court saved him from time in jail. His father (adopted or stepfather?) was probably a wheat merchant that came from Germany and settled in Odense, where the ruins of his mill have been escavated in the middle of town.
Því er fólk að hugsa svona upphátt? Ég meina að blogga? Líklega til þess að hugsa skýrar. Það er þekkt staðreynd að þegar maður hugsar með sjálfum sér og heyrir ekki né sér hvað maður er að hugsa, þá er maður eins og ritblindur á hugsanir sínar. Þ.e.a.s. eins og maður sem reynir að leiðrétta eigin skrif er blindur á það sem hann hefur skrifað og getur aðeins leiðrétt að hluta til. Svo þegar einhver meðaljón les það sem viðkomandi hefur leiðrétt, þá blasa við honum alls konar villur. Það er sama hversu klár maðurinn er sem skrifar, hann nær aldrei fullkominni próförk einn og sér. Nóg í bili
Ég er að reyna að finna út hvernig ég eigi að gerast aðili að gmail.
How is it being quite fresh at blogging? For me this is a first, althought blogging has been around for a rather long time -- and I have already sent my first test blog. It seems to me that blogging is basically a kind of News posting, only in a new format. So, just look at this as a TEST. Cheers.
Testing my first blog page