miðvikudagur, september 01, 2004

Ebay og PayPal

Það er langt síðan ég skráði mig á Ebay og PayPal. PayPal notaði ég straxt til þess að kaupa diska með The Savage Rose, en Ebay var bara fikt. Nú um síðustu helgi var ég hins vegar að prófa mig áfram og náði í notaðan FrameMaker 6.0 +SGML á 51 dollar, diskur, bækur og allt. Forritið kostaði upprunalega um 1500 dollara. Góður díll. Einnig náði ég í 18GB SCSI disk á 31 dollar. Hvort tveggja greiddi ég með PayPal og svo tek ég þetta heim með ShopUSA. Það á eftir að sjá hvernig það gengur. Meira síðar. Böðvar

Engin ummæli: