fimmtudagur, september 09, 2004

Meira um Ebay og PayPal

Engin vonbrigði hér. Vörurnar skila sér. Ég lærði hins vegar að það er betra að skrá sig sem "verified" PayPal notanda. Greiðslur ganga þá gjarnan hraðar fyrir sig og sumir versla alls ekki við þá sem ekki eru "verified". Gallinn við að taka þetta heim frá Bandaríkjunum er að það þarf yfirleitt að nota þriðja aðila til að sjá um að koma hlutunum heim. Hér er komin þjónusta við slíkt -- ShopUSA -- og er það gott, nema hvað þjónustan er nokkuð dýr. Ég þurfti að borga meira í þjónustu og aðflutningsgjöld hjá ShopUSA en ég greiddi fyrir sjálfar vörurnar að viðbættum flutningskostnaði til Norfolk!
Það virðist líka betra að versla við Ástralíubúa en Kanana. Kanarnir virðast vera í eins konar fangelsi og eiga í erfiðleikum með að senda vörur úr landi. Fyrir Áströlum er útflutningur ekkert mál. Náði mér þar (í gegnum Ebay) í SCSI controller á um 7000 kr., sem kostar hér um 30.000 kr. út úr búð. Ekki slæmt.

Engin ummæli: