miðvikudagur, janúar 02, 2008

2007 - viðburðaríkt ár

  • Árið 2007 var óvenju viðburðaríkt og blessun Guðs áþreifanleg.
  • Tvenn brúðkaup barna okkar hjóna, mitt eigið stórafmæli, stórverkefni varðandi umbrot, ein utanlandsferð til London um mánaðarmótin nóv/des.
  • Þrennir flutningar alls hjá börnunum. Það reyndust enn vera not fyrir jeppann varðandi flutningana.
  • Miklar annir í vinnunni framan af ári.
  • Miklar annir við umbrot á Gídeon Nýjatestamentum í sumar og fram á haust. Sumarfríið fór í þetta að mestu.
  • Spilað í guðsþjónustu í ÍK til vors, en ekki í haust. Wishbass bassinn er virkilega skemmtilegur. Ætli ég tími nokkurn tíma að selja hann?
  • Fyrirlestur í ÍK í haust.
  • Tengdapabbi farinn að láta á sjá. Parkinson uppgötvaðist loks í haust, en hann hefur verið að hrjá gamla manninn lengi. Það er gott að geta aðstoðað gömlu hjónin. Þau eru líka svo þakklát fyrir það litla sem maður gerir.
  • Svo kom Óli mágur í heimsókn frá Danmörku með soninn og vin hans. Þeir dvöldu hjá okkur í 11 daga. Mjög gaman. Töluvert ferðast með þá.
  • Notaði peningagjöf og aukapening til þess að kaupa hátalarakit frá IPL. Hlakka til að smíða utan um það. Hóf blogg um það á speakerboxes.blogspot.com
  • Skruppum norður í Ólátagarð á sumardaginn fyrsta. Það var virkilega gaman að hitta alla þar.
  • Vel heppnuð ferð með starfsmannafélagi á vinnustað konunnar til London um mánaðarmótin nóv.-des. var svo ekki til að skemma fyrir ánægjulegu ári!