föstudagur, apríl 23, 2004

Því er fólk að hugsa svona upphátt? Ég meina að blogga? Líklega til þess að hugsa skýrar. Það er þekkt staðreynd að þegar maður hugsar með sjálfum sér og heyrir ekki né sér hvað maður er að hugsa, þá er maður eins og ritblindur á hugsanir sínar. Þ.e.a.s. eins og maður sem reynir að leiðrétta eigin skrif er blindur á það sem hann hefur skrifað og getur aðeins leiðrétt að hluta til. Svo þegar einhver meðaljón les það sem viðkomandi hefur leiðrétt, þá blasa við honum alls konar villur. Það er sama hversu klár maðurinn er sem skrifar, hann nær aldrei fullkominni próförk einn og sér. Nóg í bili

Engin ummæli: