Eitt það versta sem komið gat fyrir bændur hér áður fyrr var ef kýr skeit í nytina. Ef hún gerði það ítrekað, var hún einfaldlega slegin af.
Mér fannst þetta vera útkoman hjá Agli Helgasyni í Silfrinu á sunnudag í viðtali hans við Jón Ásgeir. Þáttastjórnandi þarf að geta haft hemil á skapi sínu og vera sæmilega sanngjarn ásamt því að nota góð rök og úthugsaðar spurningar.
„Ég reiddist bara fyrir hönd þjóðarinnar" Þessi yfirlýsing hans er engin afsökun. Egill einfaldlega tapaði þessum slag, því miður. Það er einkennilegt ef Jón Ásgeir er svona sekur um alls konar svindl og svínarí, að færustu menn skuli ekki getað náð honum í net sín. Egill kom með nokkrar áleitnar spurningar, samkvæmt ábendingum sem hann hafði augljóslega fengið einhvers staðar frá, en virtist ekki maður til að fylgja þeim eftir. Annað hvort var undirbúingur hans ekki nógu góður eða að það var einfaldlega ekkert í þessu (no case).
Egill missir sig síðan í skapofsa og skeit þar með í nyt sína. Sem hann hefur því miður gert nokkrum sinnum. Hann er því að missa tiltrú mína. Það er kannski kominn tími til að slá kúna af (Silfur Egils).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli