þriðjudagur, október 28, 2008

Er Bretum treystandi fyrir loftrýmisgæslu?

Það kemur fyrir að ég sé sammála að hluta því sem VG halda fram (sjá grein í DV: Vg vill að hætt verði við loftrýmisgæslu Breta)

Ég er reyndar ekki endilega sammála því að við eigum að hætta alfarið við loftrýmisgæsluna, en mér finnst í ljósi atburða undanfarinna vikna (Darling Brown og allt það gums) að við eigum alfarið að hafna þessari þjónustu af hálfu Breta. Ég ímynda mér ekki annað en að aðrar þjóði skilji okkar sjónarmið ef við biðjum einhverja aðra (Frakka, Norðmenn, etc) að leysa Breta af.

Engin ummæli: