miðvikudagur, október 08, 2008

Ónýtir þjónar

Skelfilegt var að heyra sjálfumgleðina í Davíð Oddssyni í Kastljósi í gærkvöldi.

  • Hann munaði ekkert um að klína hluta af eigin sök varðandi það frumhlaup hans að senda tilkynningu til blaðanna um að Rússar væru búnir að ákveða að lána okkur stórfé. Verulegt glappaskot, sem eingöngu skrifast á DO, á sendiherra Rússa.
  • DO munaði ekkert um að gera lítið úr ummælum fjármálaráðherra Noregs um lán okkur til handa. "Þetta væri ekki nema 1/8 af þörfinni!"
  • DO tókst enn fremur að sparka í Seðlabanka Bandaríkjanna og fleiri.

Er maðurinn gjörsamlega veruleikafirrtur og ábyrgðarlaus? DAVÍÐ ODDSSON VERÐUR AÐ VÍKJA ÚR SEÐLABANKANUM OG ÞAÐ STRAX!

Og hvað með alla þá sem áttu að gæta hagsmuna þjóðarinnar gagnvart útþensluglæpamönnum. Ég á við það, ef rétt er að IceSave (og kannski fleiri íslenskir bankar erlendis?) hafi sjálfkrafa skuldbundið þjóðina (Seðlabankann) til þess að ábyrgjast verulega stórar fjárhæðir innlána, svo stórar að Ísland gæti aldrei borgað það, að hvorki Seðlabankinn, Fjármálaráðuneytið eða Fjármálaeftirlitið hafi séð ástæðu til að grípa í taumana. Áttu þessir menn allt í einu ekki að gæta hagsmuna okkar, íbúa þessa lands? DO segist hafa talað yfir ríkisstjórninni fyrir ári síðan. Hvað sagði hann? Hvað segist hann hafa sagt og hvað segja hinir að hann hafi sagt?

Það er komin full ástæða til að menn fari að axla ábyrgð og segja af sér. Jafnvel á þessum erfiðu tímum. Mér sýnist að þessir sömu menn (DO, Árni Matt o.fl.) hafi ekkert lært og séu fremur til trafala nú en gagns.

Það er leitt að þurfa að halda þessu fram, en ég sé mig knúinn til þess. Og flokkurinn minn, Samfylkingin. Hvar stendur hún í þessu máli? Er hún að kóa með þessum kónum?

Engin ummæli: