Nokkrir lífeyrissjóðir eru að reyna að kaupa Kaupþing, innlenda hlutann. Ég á erfitt með að trúa að bankaeftirlit og aðrar stofnanir sem málið kann að varða leyfi þetta. Ástæðan er sú að sem meðlimum í þessum sjóðum er stórum hluta landsmanna stillt upp fyrir þeim valkostum að færa sín viðskipti yfir til Kaupþings og styðja þannig við hlutafjárbindingu lífeyrissjóðanna, eða að vinna gegn sínum lífeyrissparnaði með því að skipta við annnan banka eða sparisjóð. Er það ásættanlegt að veita einum banka slíkt forskot? Hvað með samkeppnina?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli