fimmtudagur, október 02, 2008

Ríkisstjórnin segi af sér (Mig vantar nýja sultaról)

Maður er byrjaður að herða sultarólina, en ég óttast að kreppan komi nú það hratt yfir að ólin slitni fljótlega. Vantar því nýja til að eiga á lager. :-(

Ég get annars ekki séð annað út úr fréttum en að Davíð Oddsson og undirokaðir kollegar hans í $eðlabankanum (réttara: Bleðlabankanum) hafi platað ríkisstjórning upp úr skónum varðandi Glitnismálið og verði því að segja af sér. Vonandi ná hluthafar vopnum sínum.

Ég varð sérstaklega fyrir vonbrigðum með Björgvin G. Sigurðsson ráðherra bankamála og Össur Skarp, sem var "stand-in" fyrir Ingibjörgu. Ég hélt að þessir menn hefðu lært að vara sig á Dabba kóngi.

Ég tek það fram að ég hef enga sérstaka samúð með Jóni Ásgeiri eða öðrum stórmógúlum í bransanum, en Dabbi er búinn að vinna þjóðinni meira en ógagn bæði á sínum stjórnmálaferli og nú ekki síður sem Bleðlabankastjóri.

Engin ummæli: