miðvikudagur, október 29, 2008

Bréf til www.visir.is

To: ritstjorn@visir.is
CC: atligu@365.is
Subject: Kæruleysisleg umfjöllun fréttamanns Vísis.

Ágæta ritstjórn.

Frétt ykkar í dag "Truflaður trúboði og dýraníðingur til höfuðs Obama" virðist rituð af einhverjum undarlegum hvötum, eins og til að nota tækifæri til að kasta rýrð á kristið fólk og kirkjur. Ástæðan fyrir því að ég segi þetta er að eftir að ég las fréttina á visir.is, þá leitaði ég Internetið hátt og lágt, en fann ekkert þessum tilgreindu orðum til staðfestu:

TILVITNUN HEFST:

Byssur og bænahald er helsta áhugamál íbúa í Bells en þar býr ákaflega kirkjurækið fólk sem stundar skotveiði af krafti. Daniel Coward var þó aldrei sagður hafa fundið sig í veiðimennskunni en hins vegar hafi hann rækt tíðir af þeim mun meiri ákefð og varla farið út úr kirkjunni. Meðal annars lagði hann stund á trúboðastarf áður en hann vendaði sínu kvæði í kross og gerðist nýnasisti en honum þótti sjónarmiðum þess hóps ekki gert nægilega hátt undir höfði í Bells.
TILVITNUN LÝKUR

Það sem ég komst næst þessu var blogg á "http://www.majorityrights.com/", tilvitnun í www.telegraph.co.uk, "Barack Obama plotters revealed to be small-town outcasts who met on internet", þar sem segir um þennan hluta málsins:

TILVITNUN HEFST:

Guns and religion are strong in Bells and most men are keen hunters, although Cowart had apparently not been one of them. He was more likely to have been found in church, said neighbours who said Cowart _had once done missionary work for one of them_.
TILVITNUN LÝKUR
(Áhersla innan _ _ er mín).

Er hægt að sjá af þessu að pilturinn hafi "lagt stund á trúboðastarf"?

Um fullyrðinguna "en hins vegar hafi hann rækt tíðir af þeim mun meiri ákefð og varla farið út úr kirkjunni," finn ég ekkert.

Mættum við Íslendingar, jafnvel við sem teljum okkur kristin, biðja um vandaðri umfjöllun.

Fréttin er af mjög alvarlegum atburðum og engan veginn við hæfi að vera með sleggjudóma í tengslum við hana.

Með fyrirfram þakklæti,

Böðvar Björgvinsson
Vegghömrum 45, 112 R.

Viðauki

Eftir nokkur e-mail skeyti erum við Atli (blaðamaðurinn) sammála um að vera ósammála. Hann telur sína túlkun vera rétta m.t.t. að þetta var samið fyrir þátt í morgun á Bylgjunni, sem sé á léttu nótunum og "talmálslegri" en fyrir prentmiðil, og hann sá þetta sem "[frétt] af draumórum tveggja bjána".

Lesendur geta síðan dæmt hver fyrir sig. Ég Googlaði málið og fannst það sem ég sá ekki fyndið heldur sorglegt og sennilega sorgarsaga á bak við piltana tvo.

Engin ummæli: