sunnudagur, janúar 25, 2009

Til hamingju, Björgvin!

mbl.is: Björgvin segir af sér og stjórnendur Fjármálaeftirlitsins hætta

Ég óska Björgvin G. Sigurðssyni til hamingju með þessa stóru ákvörðun. Það er tvöföld ástæða til hamingjuóska í hans garð að honum tókst að setja Framkvæmdastjóra FME af einnig. Varðandi stjórn FME, þá er það einnig skynsemismál að hún sagði af sér í kjölfarið, en einhvern veginn held ég að erfitt verði að manna stöðu Jóns Sigurðssonar. Hann hefur áreiðanlega gert það sem á hans valdi var til þess að bæta ástandið þar á bæ, en ég þekki ekki innviðina nægilega vel til þess að geta metið það. Ég hef á tilfinningunni að stjórn FME hafi í raun afskaplega lítið vald.

Þetta verður vonandi til þess að Árni Matt og seðlabankastjórn og bankaráð Seðlabankans segi af sér einnig. Það verður að ske.

Ef þetta gerist, þá ætti ríkisstjórnin að geta setið til kosninga í apríl eða maí. Vonandi verða þessir atburðir til þess að róa þjóðina ögn og til þess að bæta siðferði í stjórnmálum almennt.

Engin ummæli: