miðvikudagur, janúar 28, 2009

Kompásþátturinn lagður niður -- hvers vegna?

Í kastljósi RUV í gær kom Kristinn Hrafnsson fram og taldi að Kompásþátturinn hefði verið lagður niður til þess að sleppa við umfjöllun um lánveitingar Kaupþings til viðskiptajöfursins Robert Tchenguiz. Vísir.is bregst hart við í dag (sjá: Gömul frétt í Kastljósi) og kennir um hve dýr þátturinn sé.

Fyrst þessi kompásþáttur var tilbúinn til sýningar og allur kostnaður þegar til kominn, hvers vegna sá Stöð2 ekki ástæðu til þess að setja hann til sýningar? Er það ekki einmitt að henda peningum út um gluggann? Ég hefði haldið það. Og þá kemur spurningin með tvöföldum þunga: Hvers vegna var þátturinn lagður niður? Nákvæmlega þessi háttur á því að leggja þáttinn niður, að birta ekki tilbúinn þátt, vekur eðlilega mjög mikla tortryggni.

Ég hélt að 365 batteríið (hvað sem það heitir í dag og hvað sem það hét áður) hefði eingöngu tengst Glitni. Var það kannski misskilningur? Er eitthvað enn dularfyllra, sem tengist Kaupþingi? Eða áttu einhver samsvarandi viðskipti sér stað við Glitni eða tengd fyrirtæki? Eða er Kristinn Hrafnsson að fara með rangt mál?

Mér finnst allt í einu brýnt að fá svör við þessu.

Engin ummæli: