þriðjudagur, desember 11, 2007

Mogginn breytir sögunni

Ég er ekki duglegur að lesa alls kyns aukablöð sem detta inn um bréfalúguna, en í óveðrinu í nótt fór ég fram í eldhús og kíkti í blöðin meðan ég fékk mér sopa til að bæta svefnhæfið. Jólablað Moggans, gefið út 1. des., að mér skilst, lá á eldhúsborðinu og ég fór að fletta því. Þá rakst ég á viðtal við leikkonu, sem leikur Maríu Magdalenu í Jesus Christ Superstar. Hrund Hauksdóttir, blaðakonan sem tók viðtalið, hélt því þar fram að María Magdalena hefði verið móðir Jesú. Ég gat ekki séð af viðtalinu að hún hefði sagt hið sama við leikkonuna, heldur virtist mér að þarna væri annað hvort um að kenna fáfræði blaðakonunnar eða að hún og Mogginn, hafi lagst á eitt til að breyta sögunni!

Kannski er líka búið að breyta söguþræðinum í þessari uppfærslu? María Magdalena og móðir Jesú voru sín hvor persónan í söngleiknum síðast þegar ég gáði.

Kannski bara klaufaskapur? Vonandi.

Engin ummæli: