Guði sé lof! Bandaríkjamenn hafa séð að sér og kosið sér forseta, sem virðist hafa almenna skynsemi til að bera, ásamt því að vera einstaklega vel máli farinn og skýr í framsetningu. Ég bind miklar vonir við Obama og það virðist umheimurinn gera líka, svo sem sjá má t.d. af hækkun á hlutabréfamörkuðum og ummælum víða að.
Guð blessi þennan mann og verndi. Já, ekki er vanþörf á að biðja fyrir honum, því að góðir menn á forsetastóli verða oft fyrir miklu hatri, að maður minnist ekki á tilræðin, sbr. JFK og Abe.
Megi Guð gefa okkur betri tíma, tíma afturhvarfs til hans og fráhvarfs frá græðgi, dómhörku og yfirgangi.
Til hamingju, Bandaríkjamenn!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli