miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Sigur Obama - von um betri heim - í bili

Guði sé lof! Bandaríkjamenn hafa séð að sér og kosið sér forseta, sem virðist hafa almenna skynsemi til að bera, ásamt því að vera einstaklega vel máli farinn og skýr í framsetningu. Ég bind miklar vonir við Obama og það virðist umheimurinn gera líka, svo sem sjá má t.d. af hækkun á hlutabréfamörkuðum og ummælum víða að.

Guð blessi þennan mann og verndi. Já, ekki er vanþörf á að biðja fyrir honum, því að góðir menn á forsetastóli verða oft fyrir miklu hatri, að maður minnist ekki á tilræðin, sbr. JFK og Abe.

Megi Guð gefa okkur betri tíma, tíma afturhvarfs til hans og fráhvarfs frá græðgi, dómhörku og yfirgangi.

Til hamingju, Bandaríkjamenn!

Engin ummæli: