fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Micro$oft á gömlu gengi -- Open Source áfram á kr. 0,-

Morgunblaðið | 20.11.2008 | 08:30

Microsoft tekur stöðu með krónunni

Ég fékk eftirfarandi skeyti gegnum RGLUG (... sem segir allt sem þarf):
from Smári McCarthy
to stjorn@fsfi.is,
rglug
date Wed, Nov 19, 2008 at 10:23 PM
subject Microsoft veitir Íslandi afslátt
-- [efni klippt út úr haus] --

Microsoft hefur ákveðið að öll viðskipti við Íslendinga miðist við að evran kostaði 120 krónur. Það er mun minna en raunverulegt gengi er á markaði. Hjá Seðlabankanum kostar evran um 175 krónur en 215 krónur hjá Seðlabanka Evrópu.

120 króna gengi Microsoft þýðir að vörur frá fyrirtækinu verða talsvert ódýrari en þær hefðu orðið ella. Í tilkynningu frá Microsoft á Íslandi segir að þetta komi sér vel fyrir þúsundir íslenskra fyrirtækja og stofnanna sem eru með fasta leyfissamninga við Microsoft.
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item237870/

"Í ljósi hins göfuga útspils Microsoft um að miða verð sín við gamalt gengi á evrunni hefur frjálsi heimurinn ákveðið að halda áfram að gefa hugbúnaðinn sinn frítt eins og hann hefur gert alla tíð. Mun þá nýjasta útgáfa af Ubuntu Linux sem kom út í Október kosta 0 krónur, og sömuleiðis munu Firefox vafrinn og OpenOffice.org skrifstofupakkinn vera fríkeypis áfram."
- Smári

Engin ummæli: