fimmtudagur, apríl 02, 2009

"Viðskiptaráð: Þjóð getur ekki átt eign" (Viðskiptablaðið)

Það er merkilegt hvað (ný)frjálshyggjan nær langt og hvað hún er langt frá því að vera dauð. Þrátt fyrir bankahrun kemur bæði lögfræðingastóð Sjálfstæðisflokksins (enda flestir lögfræðingar Sjálfstæðismenn) og bissniss-gúrúar og halda áfram ruglinu. Tivitnuð frétt var í Viðskiptablaðinu í dag:

Viðskiptaráð: Þjóð getur ekki átt eign
- Gera athugasemdir við stjórnaskrárfrumvarpið, segja ríkið þegar ráða yfir auðlindum

Hverjar eru svo forsendurnar fyrir því að "Þjóð geti ekki átt eign"? Hverjar eru skýringarnar á því? Að sjálfsögðu engar, enda hafa þessir postular Davíðs Oddssonar og Hannesar Hólmsteins bara þeirra orð fyrir því og þeir segja bara "aþþí bara". Málið ku vera í hnotskurn að þjóð hafi ekki kennitölu. Bíddu við: Hvenær varð kennitalan til?

Ótrúlegt hvað forheimskaðir háskólagengnir menn geta verið mikil vélmenni.

Engin ummæli: