mánudagur, mars 09, 2009

Sjálfstæðismenn eyða tíma Alþingis

Það er ótrúlegt að hlusta á umræður á Alþingi núna. Áðan voru umræður um fundarstjórn forseta, þar sem Sjálfstæðismenn voru að væla út af því að það ætti nú kannski að ræða eitthvað annað mál en forseti var með í gangi. Þetta var eftir langar málalengingar Sjálfstæðismanna um málið sjálft, um Skyldutryggingu lífeyrissjóða o.fl. Og svo héldu umræðurnar áfram og Sigurður Kári fór að tala um menn og málefni sem ekkert varðaði umræðuna.

Hvernig stendur á því að forseti Alþingis getur ekki skipað mönnum að halda sig við efnið? Ef þessir menn vilja ræða undir ákveðnum lið, þá hlýtur það að vera lágmark að þeir sýni sjálfum sér og Alþingi þá virðingu að ræða það málefni.

Sjálfstæðismenn, endilega kjósið svona kjána í efstu sæti í prófkjörum ykkar, þá kýs enginn flokkinn ykkar.

Sennilega er full þörf á að breyta þingsköpum þannig að forseti hafi meira vald til þess að halda umræðum við málefnin sem til umræðu eru.

Engin ummæli: