mánudagur, mars 23, 2009

Hið merkilega minnisblað Seðlabankans

Vísir og Mbl.is birta frétt um minnisblaðið sem Davíð Oddsson minntist á i Kastljósviðtali fyrir nokkrum vikum síðan. Mbl.is gerir "betur" en Visir og vísar á PDF skjal af upprunaskjalinu, en fréttin er hér:
Frétt Moggans um minnisblað Seðlabankans frá í feb. 2008
Skjalið sjálft er hér: Minnisblaðið

Það merkilega er að þetta er mynd af skjalinu, skannað í dag. Uppruni einhver Canon skanni. Engin merking er fyrir Seðlabankann, ekkert logo, ekkert vatnsmerki, ekkert.

Hefði ekki verið trúverðugra að sýna með einhverjum hætti fram á uppruna skjalsins? Þetta vekur ýmsar spurningar.

  • Er þetta kannski ástæðan fyrir því að ekki var tekið mark á skjalinu, að það rataði aldrei formlega inn í skjalakerfi eða skjalavistun Seðlabankans?
  • Er skjalið úr Seðlabankanum eða er það einhvers staðar annars staðar frá?
  • Er rétt dagsetning á skjalinu? Það er nefnilega svo augljóslega hægt að skrifa hvað sem er hvenær sem er og setja á það hvaða dagsetningu sem er.
  • Er einhvers staðar í Seðlabankanum að finna skráningu á skjalinu, þar sem hægt er að staðfesta dagsetningu og höfund skjalsins?

Sem sagt, enn á ný dæmi um lélega blaðamennsku. Þetta segir ekkert og sannar ekkert.

Ég er þar með ekki að segja að skjalið sé falsað eða að það sé rangt sem í því stendur, heldur einfaldlega að þessi frétt og snepill sanna mér ekkert og ég vil sannanir. Tími til kominn.

Vísir bætir við:

Og varla hefur Seðlabankinn sjálfur tekið mikið mark á þessu plaggi sínu því mánuði eftir þessa fundi í London ákvað bankinn að afnema bindiskyldu á erlendum dótturfélögum bankanna. Afleiðingin varð að Icesave gat flætt út úr Bretlandi og yfir í mörg önnur lönd eins og t.d. Holland.

Ef skjalið var kannski ekki til er varla von að Seðlabankinn sjálfur hafi tekið mark á því.

Engin ummæli: