Ég uppgötvaði fyrir skömmu að víðirinn í "garðholunni" "minni" er kominn með ryðsvepp. Ég hélt að þetta hefði komið með mold sem ég keypti í Garðheimum, en við nánari skoðun eftir svar frá þeim, sýnist mér að þetta hafi verið í raun sýnilegt frá því snemmsumars, sbr. þessa grein hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, en þar segir m. a. (birt án leyfis):
Helsta einkenni ryðsveppa er að þeir framleiða allt að fimm mismunandi gerðir af gróum sem oftast koma fram í ákveðinni tímaröð. Á vorin vaxa litlar gróhirslur er kallast pelar (pycnidia) upp af einkjarna sveppþráðum á efra borði blaðanna en í þeim myndast örsmá pelagró, frjófrumur, sem við samruna þráða af gagnstæðri æxlunargerð mynda tvíkjarnaþræði í blaðinu.
Það gæti verið að þetta væri kuskið á blöðunum, sem ég hélt fyrst að væri blaðlús. Þessi lús át hins vegar ekki neitt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli