mánudagur, ágúst 11, 2008
Geta tvívíðir hlutir verið sýnilegir?
Ekki veit ég hvaða bullukollur setur saman eða þýðir þessa frétt í Mogganum
Vísindamenn segjast skrefi nær hulinshjálmi en ég lærði bæði í gagnfræðaskóla og menntaskóla að tvívíðir hlutir hafi aðeins lengd og breidd og flokkist þannig sem stærðfræðilegt hugtak fremur en hlutur. Þetta eru geómetrískir fletir. Þar sem þriðju víddina vantar (sem allt efni hefur (teningar, kúlur eða önnur regluleg eða óregluleg form), útilokar það að "hluturinn" sjáist. Kannski blaðamaðurinn vilji upplýsa hvenær hann sá tvívíðan hlut síðast.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli