mánudagur, nóvember 26, 2007

S5TL Dome Transmission Line hátalarar - Kafli 1

Ákvörðun hefur verið tekin. Eftir að hafa skoðað vel og vandlega og spurt hina og þessa og Ivan P. Leslie sjálfan, varð niðurstaðan sú að taka ekki S5TL Kefvlar/Ribbon kittið, heldur Dome kittið. Það mun henta betur í okkar stærð af stofu. Kevlar/Ribbon hentar betur í rými sem er 4x6 metrar eða minna. Stofan okkar er aðeins stærri.

Það hefur gengið illa að greiða þetta í gegnum netbanka sparisjóðanna (S24) þar sem eitthvað vandamál virðist vera hjá þeim með tengingu á ýmsum innsláttarboxum við "field" í gagnagrunni. Ég endaði á að fara niður í S24 og láta setja upp viðskiptavininn þar og greiða síðan í gegnum tölvu þar. Og þar sem ég var orðinn svona seinn, þá þurfti ég að taka flýtimeðferð á sendingunni. 800kr. auka þar.

Ég átti í framhaldinu 20 mínútna samtal við tölvugæja hjá tölvuþjónustu sparisjóðanna. Ég ætti að fá endurgreitt, a.m.k. þessar 800 kr. frá S24. Léleg þjónusta hjá banka sem ég hef annars fengið góða þjónustu hjá. Þeir verða að laga þessi mál.

Engin ummæli: