föstudagur, febrúar 13, 2009

Týndir snillingar - Kristín Liljendahl

Það er eins og sumir hverfi einfaldlega af yfirborði jarðar eftir að hafa hlotið frægð. Einn slíkra er söngkonan Kristín Liljendahl, sem söng svo eftirminnilega "Ég skal mála allan heiminn, elsku mamma". Hvað varð eiginlega af henni? Mér þætti vænt um svör.

Einnig er spurning um höfunda lags og texta. Upplýsingum á Netinu ber ekki saman, þar sem tveir aðilar segja lagið sænskt (enginn höfundur) og textann eftir Hinrik Bjarnason, en einn að lagið sé eftir Hinrik Bjarnason og textinn eftir Iðunni Steinsdóttur.

Það vantar upplýsingar um svona hluti á heimsnetið. Og hananú!

Engin ummæli: