föstudagur, maí 23, 2008

Ísland áfram í Júróvisíón -- með tvö lög!

Algerlega gegn mínum kenningum, þá komst Ísland upp ur undanriðlinum. Þessi riðill var mjög sterkur að mínu mati og það voru þarna a.m.k. 2-3 lög, sem mér fundust að hefðu átt að komast upp og svo álíka mörg, sem mér fundust að hefðu átt að falla.

Hins vegar var Ísland fyrst í "rásröðinni", sem er sterkt -- EF vel tekst til og lagið er gott -- og performansinn var frábær, þó svo að mér finnist ekki mikið til um lagið.

Og svo komst hitt lagið "Ho, ho, ho..." áfram þó það væri í búningi annarra (Lettland). Reyndar skelfileg tilhugsun að hafa báðar versjónirnar í gangi í sömu keppninni...

Sem sé, eins og Silvía Nótt sagði svo eftirminnilega: "Til hamingju, Ísland" (sleppum því sem á eftir kom).

Engin ummæli: