miðvikudagur, febrúar 18, 2009
Sigurður ruddi
Maður getur stundum hlegið að sjálfum sér, hvað maður getur fengið út úr því sem maður skyndiles eða kastar augunum yfir. Ég var að kíkja á iGoogle desktoppinn minn og sá fyrst af öllu þetta: "Sigurður ruddi" og svo eitthvað meira. Upp í hugann kemur með það sama að einhver hafi verið að kalla einhvern Sigurð ónöfnum. En það var víst ekki málið. Þarna var vísun í frétt Mbl (eins og glögglega kemur fram) um að Sigurður heitinn Helgason hafi rutt lággjaldaflugfélögum braut. Sjá: "Sigurður ruddi lággjaldaflugfélögum braut".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli