miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Brubeck enn að, 89 ára

The Groove Radio á Florida segir frá því að þeir eru styrktaraðilar að konsert Dave Brubecks í Fort Pierce

Vegna breytilegra upplýsinga á The Groove, er rétt að benda líka á þennan tengil:
WGRV The Groove Presents
DAVE BRUBECK
LIVE IN CONCERT

en þar segir reyndar ranglega að hann sé 84 ára. Hann mun vera fæddur 1920, svo að við þurfum að bæta 5 árum við. Brubeck er bókaður fram yfir mitt sumar víða um Bandaríkin og einnig í London og í Torontó í Kanada.

Merkilegt að meðan svo ótalmargir jazzarar hafa látist löngu fyrir aldur fram, þá lifir þessi snillingur í hárri elli og gefur ekkert eftir. En hann hefur reyndar lifað heilbrigðara lífi en flestir jazzarar eins og kunnugt er, enda trúaður kristinn maður, eins og hann hefur oft tekið fram og kemur nokkuð ljóst fram í síðari verkum hans, sjá upplýsingar á heimasíðu Brubecks.

Svona til að skýra tengslin við The Groove, þá fékk ég upplýsingar um þessa útvarpsstöð þegar við Ásta vorum að hlusta á Annie Sellick á Heidi's Jazz Club á Cocoa Beach á Florida, en einn aðalkosturinn við Florida er að þar finnur maður alls staðar einhverja góða jazzstöð í útvarpinu hvenær sem er sólarhringsins. Bara að maður gæti fengið eitthvað í námunda við það hér.

Engin ummæli: