Samkvæmt áliti Dr. Murray Sabrin mun verð á gulli, sem nú stendur í um USD 950,00 únsan hækka meira en sexfalt á næstu árum. Hann útskýrir það nánar hér: Why Gold Will Rise to at Least $6,000 per Ounce, en aðalástæðan er viðvarandi vantrú á gjaldmiðlum sem ekki eru bundnir "raunverulegum verðmætum" eins og dollarinn gerði meðan hann var "útskiptanelgur fyrir gull".
Dr. Sabrin spáir því að fljótlega komi upp krafa um að dollarinn verði aftur bundinn við gull. Gullforði bandaríska seðlabankans er aðeins 260 milljónir únsa og yrði því únsan að kosta USD 6.153 dali.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli