Á www.visir.is er þessi frétt í dag: Ætla að endurgreiða risastyrkina á næstu sjö árum - vaxtalaust
Sjálfstæðismenn hafa farið mikinn vegna styrkja allt að 5 millj. kr. sem Samfylkingin hefur fengið frá einstökum fyrirtækjum um leið og þeir segjast ætla að skila styrkjum upp á allt að 50 millj. kr. sem þeir móttóku meðan verið var að fjalla um takmörkun á slíkum styrkjum. Nú kemur hins vegar í ljós að þeir ætla að skila sömu krónutölu, en vaxta- og verðbótalaust, á næstu 7 árum.
Hversu mikið mun krónan hafa fallið þá að meðaltali frá því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiðslurnar? Ætli það verði nema í mesta lagi helmingurinn af raunverði sem Sjálfstæðisflokkurinn skilar?
Miðað við það verður það að teljast nokkur kokhreysti hjá Sjálfstæðisflokknum að segjast skila framlögunum, þegar þeir í raun skila kannski ekki nema helmingi - eða jafnvel minna.
Þarf ekki aðeins meiri iðrun og yfirbót í í íslenska pólitík en þetta?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli