Það á ekki af þjóðinni að ganga. Ekki er nóg með að ein stærsta efnahagsblaðra sem þekkst hefur (hlutfallslega, að sjálfsögðu) hafi sprungið í andlitið á þjóðinni, heldur hafa bæði Ingibjörg Sólrún, formaður Samfylkingarinnar, og nú Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, orðið fyrir alvarlegum heilsubresti.
Ég, eins og fleiri, hef gagnrýnt þau fyrir að víkja ekki úr starfi, en öll gagnrýni hverfur við svo alvarlegar fréttir af heilsu. Við höfum, mörg í þessu landi, beðið fyrir þjóðinni og ráðamönnum, en biðjum einnig nú fyrir heilsu þessara forystumanna og að þau sem hugsanlega koma í þeirra stað reynist vandanum vaxin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli