Sjónvarpsstöðvarnar sýndu myndir af stoltum sýslumanni á Selfossi, sem var að fara í aðgerðir til þess að handtaka hundruð manna vegna skulda. Vísir segir að fréttin hafi vakið mikil viðbrögð í bloggheimum og skyldi engan furða. Geir og ríkisstjórn hans hafa marglýst því yfir að slá þurfi skjaldborg um heimilin, en - því miður - ríkisstjórnin hefur nánast ekkert gert í þeim efnum annað en það sem "heilög" Jóhanna hefur gert í sínu ráðuneyti.
Geir: aðgerðir strax til varnar fólkinu, eða segðu af þér strax ella. Hættu að ljúga að þjóðinni! Þú þykist vera vel kristinn fyrir kosningar. Lifðu samkvæmt því. Leggur ekki Biblían aðaláherslu hvað þjóðfélagsskipan varðar á vernd þeirra sem minna mega sín? Bannar hún ekki vaxtatöku og vaxtaokur gagnvart eigin þjóð? Farðu nú að lesa þá bók sem þú segist trúa eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli