föstudagur, maí 25, 2007

Samgönguráðstefna fyrir almenning

Það er svolítið merkilegt, finnst mér, með allar þessar ráðstefnur og fundi, sem haldnir eru af opinberum aðilum og auglýstir að séu opnir almenningi. Hvenær dagsins ætli þeir séu haldnir?

Mig langaði þessi ósköp á einn slíkan, sem auglýstur var af nokkrum af samgöngustofnunum ríkisins, s.s. flugmálastjórn, vegamálastjóra o.fl. Ókeypis og öllum opinn. Þar átti m. a. að fjalla um fjármögnun samgöngumannvirkja með vegagjöldum (náttúrulega var það Norðmaður, sem var aðal fyrirlesarinn).

Tímasetning: Kl. 15-17 í miðri viku! Er þá ekki þessi sami almenningur í vinnu?

Þeir hefðu kannski átt að auglýsa þetta fyrir vaktavinnufólk frekar. En þá er vandamálið að auglýsingin er birt samdægurs að morgni dags og a.m.k. þriðjungur vaktavinnufólks kominn í svefn.

Er hægt að hugsa sér meiri málamyndagerning en þetta?

Vonandi breytir Stjáni Möller þessu fljótlega.

Engin ummæli: