miðvikudagur, maí 27, 2009

Gull mun hækka í USD 6.000,00 únsan

Samkvæmt áliti Dr. Murray Sabrin mun verð á gulli, sem nú stendur í um USD 950,00 únsan hækka meira en sexfalt á næstu árum. Hann útskýrir það nánar hér: Why Gold Will Rise to at Least $6,000 per Ounce, en aðalástæðan er viðvarandi vantrú á gjaldmiðlum sem ekki eru bundnir "raunverulegum verðmætum" eins og dollarinn gerði meðan hann var "útskiptanelgur fyrir gull".

Dr. Sabrin spáir því að fljótlega komi upp krafa um að dollarinn verði aftur bundinn við gull. Gullforði bandaríska seðlabankans er aðeins 260 milljónir únsa og yrði því únsan að kosta USD 6.153 dali.

þriðjudagur, maí 26, 2009

Siðlausir hrægammar (frétt á www.visir.is)

Þak á innheimtukostnað gildir ekki um skuldir í lögheimtu

Maður hélt að komið hefði verið böndum á okurstarfsemi lögfræðinga, en reglugerð sem Björgvin Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra setti í janúar um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar gildir víst aðeins um innheimtuviðvörun og milliinnheimtu.

Þarf virkilega að setja lög um öll þök á innheimtu, hámarksálagningar o.s.frv. Það er augljóst að ekki gilda samkeppnislögmál hjá lögfræðingum, þrátt fyrir mikinn fjölda þeirra.

Er kannski komið mál fyrir samkeppnisstsofnun að skoða lögfræðiþjónustur? Eða kannski þarf Evu Joly í svoleiðis verk!