Það er merkilegt hvað (ný)frjálshyggjan nær langt og hvað hún er langt frá því að vera dauð. Þrátt fyrir bankahrun kemur bæði lögfræðingastóð Sjálfstæðisflokksins (enda flestir lögfræðingar Sjálfstæðismenn) og bissniss-gúrúar og halda áfram ruglinu. Tivitnuð frétt var í Viðskiptablaðinu í dag:
Hverjar eru svo forsendurnar fyrir því að "Þjóð geti ekki átt eign"? Hverjar eru skýringarnar á því? Að sjálfsögðu engar, enda hafa þessir postular Davíðs Oddssonar og Hannesar Hólmsteins bara þeirra orð fyrir því og þeir segja bara "aþþí bara". Málið ku vera í hnotskurn að þjóð hafi ekki kennitölu. Bíddu við: Hvenær varð kennitalan til?
Ótrúlegt hvað forheimskaðir háskólagengnir menn geta verið mikil vélmenni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli