Ég fékk þetta Newsfeed frá Mbl.is á iGoogl síðuna mína:
Skoði hvort Landsvirkjun hafi keypt sér skipulagið
Taka þarf efnislega afstöðu til þess í samgönguráðuneytinu hvort samkomulag Landsvirkjunar við Flóahrepp, um gerð aðalskipulags vegna Urriðafossvirkjunar, standist ákvæði skipulags- og byggingarlaga.
Eins og sést á þessum link, þá virðist búið að taka fréttina út, en textinn sem fylgdi var þessi:
Taka þarf efnislega afstöðu til þess í samgönguráðuneytinu hvort samkomulag Landsvirkjunar við Flóahrepp, um gerð aðalskipulags vegna Urriðafossvirkjunar, standist ákvæði skipulags- og byggingarlaga.
Um hvað var þessi frétt í rauninni? Er á ferðinni rökstuddur grunur um að Landsvirkjun hafi með ólögmætum hætti aflað sér stuðnings við áform um orkuver í Þjórsárvirkjunum eða var þarna á ferðinni eitthvað grín sem óvart datt inn á síðuna?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli