laugardagur, júní 19, 2004

SuSE Linux 9.1 enduruppsettur

Þegar lítill er tíminn taka hlutirnir oft langan tíma -- einkum það sem tilheyrir áhugamálunum.
Ég hef keypt ca 2 af hverjum 3 útgáfum á ári af SuSE Linux síðan í maí eða júní 1999, en þá keypti ég útgáfu 6.1. Vá! 1800 forrit á 5 geisladiskum! Ekkert smá flott fyrir þær 3.500 kr., sem það kostaði þá í Bóksölu stúdenta.
Síðan eru 5 ár og ég hef ekki fengið neinn vírus eða orm eða neitt slíkt, sem með neinum hætti hefur haft neikvæð áhrif á tölvuna (burtséð frá því litla plássi sem þetta rusl tekur , en yfirleitt kemur það með öðrum pósti).

SuSE 9.1

Fyrir rúmlega mánuði síðan fékk ég mér SuSE 9.1 uppfærslu hjá Nýherja. Pakkinn innihélt -- eins og síðustu útgáfur -- 5 geisladiska auk DVD fyrir 32 bita tölvur og Administration Guide upp á um 500 síður. Stærsta nýungin nú var hins vegar DVD fyrir 64 bita AMD og Intel, en ég á enga slíka, þannig að það nýtist mér ekki. En þetta er mögulegt með nýja Linux kjarnanum, 2.6. Því miður reyndist útgáfan gölluð. DVD diskurinn búttaði ekki og geisladiskarnir voru einnig eittvhað vænskilegir. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem slíkt kemur fyrir hjá SuSE. Þeir þyrftu að nota vandaðri diska eða að hafa betra eftirlit með diskunum sem fara út. Þó að þetta sé einstaklega ódýrt, þá skiptir máli að nýjir notendur fái ekki neikvæða reynslu og hætti við allt saman strax í upphafi.
Hjá Nýherja virðist það vera aðeins ein manneskja, sem getur sagt til um hvort gölluðum pakka fáist skipt. Hún var veik í meira en viku, þegar ég reyndi loks að fá skipt, en síðan gekk það allt í lok fyrri viku.
Fyrri pakkann hafði ég keyrt sem update, en þar sem einhverjir diskarnir voru gallaðir, þá heppnaðist updatið ekki nógu vel og komu upp ýmis vandamál með nokkur forritanna. Ég ákvað því nú að keyra þetta sem nýja uppsetningu, en byggða á gömlu partisjónunum, enda ekkert út á þær að setja, og með því móti er hægt að ákveða hvað maður ætlar að strauja og hverju á að halda.

Uppsetningin

Í stuttu máli, þá búttaði DVD diskurinn eins og ekkert væri. Ég ákvað, þegar ég var kominn aðeins af stað að minnka upplausnina í uppsetningunni, minnugur þess að sú upplausn er einnig notuð í textahamnum (console, F1-F6). Minna mál væri að breyta upplausninni fyrir X serverinn (fyrir gluggaumhverfið). Gott mál, nema að ég komst ekki alveg til baka nema með því að fara í Shutdown, sem keyrir niður Linuxinn og slekkur á tölvunni. Allt í lagi með það. Ég keyrði bara SuSE DVD diskinn upp aftur og nú gekk allt smurt. Ég notaði gömlu partisjónirnar og mántaði þær á sömu mountpoint og áður, stillti á að forma / (rótarmöppuna), /boot, /usr, /opt, /var og /tmp, en hélt /home, /work og /local, þannig að allt efnið inni á því héldi sér.
Ég hafði til þessa haldið að aðeins væri um 3 tegundir uppsetninga í byrjun að ræða, basic, KDE og einhverja þriðju með OpenOffice, en sáralítið af öðru. Nú sá ég að hægt var að komast fram hjá þessu og einfaldlega velja alla þá pakka sem ég vildi setja inn. Þetta tók mig ca klukkutíma (um 2000 pökkum úr að velja) og nú var bara að samþykkja og fara niður og fá sér kaffi (eða eitthvað annað) og horfa á sjónvarpið með konunni :-).

Ég uppgötva nýjungar

Ég fór upp eftir myndina og þá þurfti ég bara að svara spurningum varðandi configuration á ýmsu hardware og setja lykilorðið fyrir root. Að því búnu lauk tölvan uppsetningunni. Áður þurfti alltaf að setja upp a.m.k. einn notanda auk root, en það virðist fyrir bí núna með SuSE 9.1. Nú var bara að logga sig inn, og þar sem aðeins root hafði verið settur upp, varð ég að logga mig inn sem root. Fyrsta verkefni root var þá að setja upp nýja notendur. Ég hafði alltaf þurft að vista gömlu notendurna undir nýju nafni áður en uppsetning hófst, þar sem einhvern tíma neitaði uppsetningarforritið YaST að nota þá gömlu. En nú er komin breyting á. Ég uppgötvaði sem sé að hægt er að nota gömlu möppurnar, búa til sömu notendur með sömu userid og allt sem þarf er að setja lykilorðin upp á nýtt.
Glæsilegt! Aldrei hefur verið jafn auðvelt að setja upp Linux kerfi.

ADSL tengingin

Eins og venjulega er SuSE með þýska ADSL standardinn (ekki Microsoft), en Alcatel ADSL Ethernet módemið mitt notar sér pptp forrit, sem er sem sé öðruvísi en hjá SuSE. Allt sem eftir var að gera til þess að fá allt til að keyra var að kópera gömlu skrárnar inn á sína staði. Það er bara að muna þetta allt: /etc/resolv.conf /etc/hosts /etc/ppp/chap-secrets /etc/ppp/options og síðan skriptin til að keyra upp og taka niður ADSL tenginguna.
Eitthvað reyndist vera rangt hjá mér um nóttina, svo að ég ákvað að sofa á því og fann út úr því síðan áðan. Ég hafði verið með ranga ip tölu á einum stað. Það er ekki gott þegar hún á að passa við host (eigin tölvu!). Sem sagt, frábært. Mæli með uppsetningu af þessu tæi. Böðvar.

fimmtudagur, júní 10, 2004

Paging problems in a book (FM 7.0 v/s QPulse)

I have been doing some real tests in FM 7.0 on a AMP-B747. In order to be able to manage each section individually by QP, I made a book file that includes some 65 files which make up 4 parts (volumes) of the book + preamble (control pages and such). In this case each chapter is treated as volume and each section as a chapter. The result is, that if I want to keep the paging system [page# of pages], each file must be set to start page counting at #1. If I want to keep running page numbers, I must either have only the page number or all pages where I want to show [page# of pages] in one file. Another problem with the separation of sections into files, is that left/right starting pages must be handled manually. Conclusion: Keep with one file for each body of book part (part, chapter) in one file, as much as possible. However, in the rare cases of printing and disseminating hundreds of copies of partial revisions, separation of sections into files may be feasible.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Comments added

I added the possibility for users to insert their comments to my blog yesterday. Didn't seem to work to well, so today I changed the [imported] template snippet a bit and now it works. At least a window opens for the reader to write his/her comments.

fimmtudagur, júní 03, 2004

Tímamót -- fjölmiðlalög og Savage Rose

Það var stór dagur í gær. Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins neitaði forseti að undirrita lög og vísaði þar með máli til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sama dag fékk ég langþráðan disk í hendur, disk/plötu, sem ég hef mikið reynt að ná í, In the Plain með the Savage Rose.

Fjölmiðlalögin

Mér finnst Ólafur Ragnar hafa sýnt mikinn skörungsskap með ákvörðun sinni, enda margt við þessi lög að athuga.

Lögin (um breytingu á fjölmiðlalögum og samkeppnislögum) finnur þú hér: Lög um breytingu á útvarpslögum, nr. 53/2000, og samkeppnislögum, nr. 8/1993. en eldri lög hér: Útvarpslög nr 53 árið 2000 og Samkeppnislög nr. 8, 1993.


Mínar athugasemdir við lagabreytingarnar eru einkum þessar:

  1. Vald er fært að öllu leyti frá Alþingi til menntamálaráðherra og til hæstaréttar, sem skipaður er af dómsmálaráðherra ( a-liður, breyting á 2. gr.). Hver er ástæðan fyrir því, önnur en valdagræðgi ráðherra? Afleiðingin hlýtur að vera meiri samþjöppun valds til handa ríkisstjórn. Texti þessarar málsgreinar er ekki nægilega skýr til þess að greina megi með vissu hvort aðalmenn eigi að vera 3 eða 5 eða jafnvel 6. Pólitíkusar eru, eins og saga síðustu missera sýnir, gjarnir á að túlka allt sem hægt er að túlka á fleiri en einn veg sér í hag.
    Hæstaréttardómarar (hæstiréttur) eru skipaðir af dómsmálaráðherra, þannig að hér er komið á nánast hreinu ráðherravaldi.
  2. a-liður málsgreinar b (undarlegar merkingar út af fyrir sig, sem benda til flausturslegrar vinnu) beinist augljóslega að einu fyrirtæki eða samsteypu, sem kannski þarf ekki að vera ónauðsynlegt á öllum tímum, en manni finnst óþarfi að taka á með þessum hætti. Hvað með eignarréttarákvæði og annað slíkt?
  3. Hér eru sett viðmið í fastri krónutölu. Það þýðir að með tímanum og áframhaldandi verðbólgu gjaldfalla þessi lög.
  4. Hægt hefði verið að ná þessum markmiðum með lítilsháttar breytingu á samkeppnislögum.
  5. Ég tel samt að eignarhaldið skipti ekki mestu máli, heldur hvernig því er varið. Hefði verið miklu betra að setja inn ákvæði um heimild til eftirlits með því hvort eignarhald hafi veruleg áhrif varðandi samkeppnishamlandi skoðanamyndun og takmörkun á frelsi þeirra sem starfa við viðkomandi fjölmiðil og annarra, sem óska að koma skoðunum sínum á framfæri. En þá er eftir að ákvarða verkaskiptingu milli Samkeppnisstofnunar og útgarpsréttarnefndar.
  6. Ekki er tekið á samþjöppun eignarhalds og aðstöðu til skoðanamyndunar sem átt getur sér stað með öðrum hætti, t.d. í gegnum pólitík. Davíð Oddsson gæti t.d. keypt upp hvern fjölmiðilinn af öðrum, ef honum svo sýndist (og ef hann gæti fjármagnað kaupin) og ráðið þannig algerlega umræðunni. (Ekki að ég telji að hann geri það, svo sem!)
    Þannig er Berlusconi-syndrómið til staðar að öðru leyti en því að þeim sem rekur dagblað (ekki annars konar blöð) eða á í slíku útgáfufyrirtæki má ekki veita útvarpsleyfi.
  7. Hver er eiginlega hættan við að einhver geti rekið fleiri tegundir fjölmiðla? Eru ekki einmitt möguleikarnir í tækni dagsins í dag "Single Sourcing" og "Multi Media"? Þetta ákvæði er því beinlínis hlæilegt!
  8. Áhrifin af meginmálsgrein b-liðar b (Skylt er þeim...) eru að mínu mati ófyrirsjáanleg.

Spurningin er nú þessi: Er þjóðin tilbúin til að setja sig inn í þessa lagasetningu og kjósa af yfirvegun um þau?

The Savage Rose

Það er hreing merkilegt hvað þessi hljómsveit -- og einkum platan In the Plain frá 1968 verkar sterkt á mig. Söngkonan, Anisette, er hreint einstök. Hvergi hef ég heyrt annan eins söng, bæði kraft, mýkt, grófleika og dýnamík. Mér finnst skaði að að hljómsveitin hafi ekki náð betur eyrum Íslendinga. En hér er vefur, þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar um hljómsvetina: SavageRose.com Sem sagt, ég óska þjóðinni og sjálfum mér til hamingju. Böðvar