fimmtudagur, maí 13, 2004
Framgangur í Frame
Langur tími síðan síðasta blogg átti sér stað. Ég hef verið í önnum í vinnunni, verkefnin hrannast upp og fjármáladeildin er í mínus með að ráða mannskap, sem allir yfirmenn hafa þó samþykkt. Undarleg deild. Það er eins og þeir kunni bara kredit, ekki debet, í bókhaldinu.
En það er þó sama. Ég náði góðum árangri að koma CAM í prentun á þriðjudag með engum fyrirvara til þess að fá hann úr prentun með engum fyrirvara. Hefði ekki getað þetta nema út af því að þetta er í Adobe FrameMaker. Þetta var sérútgáfa en um leið var gert tilboð í heildarútgáfuna. Náði að klára óstyttu útgáfuna í dag 446 síður með hyperlinkuðu main ToC, sem linkar í hyperlinkaða kafla ToC. (Þetta skilur ekki nokkur maður!). En þetta lofar flottu fyrir on-line/CD-ROM útgáfuna.
Sansa restina á morgun.
AMPinn verður að klárast um helgina. Verst hvað hann er hræðilega illa unninn í hendurnar á mér. Ég ætla mér að gera hann flottan líka. Stöðugar endurbætur -- það er mottóið, sem ég hef sett mér. Það hefur gengið upp til þessa -- með Guðs hjálp. Þakka þér fyrir, Guð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli