Uppfærði um helgina úr Debian 4 Etch í Debian 5 Lenny. Fékk ekki X-windows (grafíska umhverfið) upp,en bara ákveðnar villumeldingar. Gúgglaði netið og fann fremur lítið. Það sem ég prófaði virkaði ekki. Þá er bara að snúa sér að íslensku vinunum á RGLUG e-mail grúppunni og lýsa málinu. Og þar stóð ekki á svörum:
Ertu búinn að setja inn xserver-xorg-video-nv?
Farið í APTITUDE sem ég hef nánast ekkert notað áður (ekki grafískt umhverfi) og lært á það í skyndi og leitað. Jú, það virtist ekki inni, en í pökkum sem ekki höfðu niðurhalast í uppfærslunni. Það er forrit sem heitir hald sem á að sjá um þetta sjálfvirkt, en hefur eitthvað klikkað á nVidia kortinu.
Setja + við xserver-xorg-video-nv og síðan ýta á g og aftur g og dræverinn niðurhalast og er settur upp.
Svo þarf náttúrulega að reboota svo allt virki eins og í M$ Windows, er það ekki? Ó nei, bara keyra serverinn: skipunin "startx" og upp kemur þetta fína grafíska umhverfi.
Sáttur! :D
Þakkir Guði og Guðjóni á RGLUG