Vísir slær upp:
Mikil svörun við kvörtunum Sigmundar
Ég er einn þeirra sem ekki eru hissa á að Sigmundur Ernir eigi erfitt með að fá menn í þáttinn hjá sér. Mér hefur alltaf þótt pólitískur áhugi hans af heldur skornum skammti og það sem hann sýnir hrein uppgerð á stundum. Og hann hefur oftsinnis sjálfur talað niðrandi um pólitík almennt og sagst lítinn áhuga hafa á slíkum málum.
Hvernig í ósköpunum geta menn þá búist við að fá alvöru spurningar? Reyndin er sú að hann kemur iðulega með skrifaðar eða undirbúnar spurningar til viðmælenda sinna, en ef svarið býður upp á frekari spurningar, þá er hann ekki betur heima en að hann einfaldlega sleppir slíku.
Maður sem stýrir umræðuþætti þarf að hafa brennandi ástríðu fyrir umræðuefninu, ekki bara því að vera stjarna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli