föstudagur, september 14, 2007

Gídeon NT 2007 tilbúið til prentunar

Það er stóráfangi í dag.

Í sumar tók ég að mér að brjóta um Nýja testamentið, Sálmana og Orðskviðina fyrir Gídeonfélagið á Íslandi. Ég tók rúmlega hálft sumarfríið í þetta. Því miður fékk ég bara í hendurnar Word fæla, sem voru vistaðir út úr InDesign, þannig að þó að þetta liti tiltölulega vel út (þökk sé InDesign), þá komu ýmsir gallar fram, sem gjarnan leynast í Word skjölum.

Ég byrjaði að brjóta þetta um í "unstructured" eða venjulegu FrameMaker umhverfi. Því miður er FM 7.x ekki með Unicode support og vestræni stuðningurinn strandar á Þorni og Eði. Þetta skapaði aukavinnu varðandi orðskiptingar, en engu að síður lenti ég í óvæntum vandamálum þar sem ég losnaði ekki við formöttunardrauga úr M$ Word. Ég ákvað því að prófa Structured FrameMaker. Þannig losnaði ég við þetta vandamál og um leið vannst það að efnið er betur endurnýtanlegt.

FrameMaker er ekki með venjulegt DropCap heldur setur maður slíka stafi í "Anchored Frame" með sérstökum reglum. Fínt. Ágætt. En, því miður, þegar á endasprettinn var komið, þá kom í ljós, þegar þurfti að jafna línur í síðurammana, þá virkar það ekki á síðum sem hafa Anchored frames. Ég varð því að sleppa þessum möguleika. :-(

Annað vandamál var með dálkajöfnun. Við ákveðnar aðstæður getur komið til að texti feli sig undir botni síðuramma, 1-2 línur. Það er hægt að "forca" það til baka, en alltaf er hætta á að það taki sig upp aftur, þannig að ég sleppti því að balansera dálka þar sem þetta kom fyrir. Í staðinn þurfti ég að "handjafna" með því að stytta viðeigandi síðuramma hæfilega.

Þetta er búið að vera mikil vinna flest kvöld og helgar síðan í sumarfríi, en nú er skjalið loksins komið til prentsmiðjunnar. Guði séu þakkir og lof. Það stendur reyndar ennþá uppá Alþjóðaskrifstofuna varðandi samþykki, og meðal annars þess vegna leyfðum við okkur að taka tíma til að prófa okkur áfram með ýmsa kosti. Ég lærði alla vega mikið á þessu.

Ég hlakka til þegar FrameMaker 8 verður orðinn stabill. Hann er með Unicode support. Ég var meðfram þessu verkefni að betatesta FM8 í 2-3 vikur í sumar. Það var virkilega gaman, en einhver galli hjá Adobe gerði það að verkum að ég (eins og reyndar fleiri) gat ekki notað prufuútgáfuna, sem hægt er að hlaða niður af vef þeirra. Þannig tapaði ég nokkurra daga vinnu, þar sem ég þurfti að endurvinna í FM7.2 mikið af því sem ég var kominn með þar.

En nú er þetta sem sagt búið - ég segi: með Guðs hjálp, því að allt var þetta lagt í hendur hans og honum treyst.

Næsta útgáfutegund ætti að taka skamman tíma.

Engin ummæli: