Hvernig væri að skoða hvernig hlutunum er varið í heimalöndum múslíma, þar sem þeir eru í meirihluta og hafa stjórnvaldið.
- Leyfa þeir byggingu kristinna kirkna? Óvíða.
- Leyfa þeir múslímum, sem það vilja, að gerast kristnir? Nei. Þeir sem vilja verða kristnir eru ofsóttir með ýmsu móti, bæði með því að hafna þeim viðurværis, með fangelsunum og jafnvel með lífláti.
- Sýna þeir öðrum trúarbrögðum virðingu? Yfirleitt ekki. Þó eru í Malasíu lög, sem skylda þegnana til að sýna trúarbrögðum hver annars virðingu, og ég held að þau séu almennt virt.
Hvað finnst ykkur?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli