sunnudagur, september 12, 2004

PayPal verified

In order to be able to buy from an Aussie company on Ebay, I had to get verified. I had hesitated for months, but it was easy and a nobrainer. Always learning a little more each time...

More on Powerline to Ethernet Bridge

ENGLISH

My testings went on from my posting in May, and I found out that I could not use this equipment the way I intended as in my town the electricity is 3-phase 380V to ground (200V x 3 phases) and each floor uses different phase. Not the way it should be, really and the P2EB MUST be on the same phase to work. And I have tested it to work successfully on same floor (same phase).

ÍSLENSKA

Ég gerði ítarlegar prófanir á þessu Powerline to Ethernet Bridge (brú) og fann út úr því að brýrnar verða að keyra á sama fasa til þess að tengjast. Víða á Íslandi eru 380V í þrem fösum í jörð (nettó 220-240V), en sums staðar er sinn fasinn notaður á hverja hæð eða hverja íbúð. Það er þannig hjá mér að sinn fasinn er á hverri hæð og því get ég ekki tengt á milli hæða eins og ég ætlaði. En ég reikna með að fara að flytja, þannig að ég er ekkert að láta gera í þessu.

laugardagur, september 11, 2004

Powerline to Ethernet Bridge

Hi World (and myself!) ;-)
This is an updated post since May. In the beginning of May I bougth myself a pair of Planet PL-101E Powerline to Ethernet Bridges, which makes it possible for me to access my ADSL modem upstairs from downstairs without any additional plugging. These came cheap and cost only one third of the price of a Wireless system.
The problem is, however, that my Clevo Laptop seems not able to connect properly to this bridge. All the lights show but I am not able to set the password and get a message that says that no bridge is found (or something like that).
No help on the internet (browsing and browsing), so this seems not a problem related to the bridge. Now I have to check the network settings of the laptop, I think, and see whether I get any solotions from there. Maybe a wrong IP physically on the NIC?
Intellon is going OpenSource with the drivers/utilities for their chipset. Here is a posting I came across on SourceForge (http://sourceforge.net/people/viewjob.php?group_id=101914&job_id=18131):

HomePlug Powerline Driver writer and porter
Designated Contact: jamesmentz
Status: Open
Open Date: 2004-03-24 07:35
For Project: PowerPacket USB Driver and Config Utiliy
Long Description: Intellon's HomePlug software has gone open source.
Intellon is the chipset provider for over 95% of the HomePlug products on the market.
HomePlug makes every electrical outlet in your home act like a port on one giant 10BaseT switch-hub.
A commercial explanation of these products is at:
http://www.netgear.com/products/details/XE102.php?view=hm
We want to give the world a Linux USB driver and Network/Security Configuration Utility.
We opened the Windows source for porting and our IC's Technical Reference Manual (better than the datasheet) if you want to start from scratch.
I am the Applications Engineer that convinced the company that an open project was at least as good as our scheduled-for-summer-completion in-house closed development project. So far I've been wrong. We shared our secret sauce recipe with the world and nothing happened.
I am looking for a few good developers to show the world that they can do something with this code. The output will get high visibility with HomePlug member companies - major consumer electronics makers.
As a sourceforge newbie I don't want to toe the line for commercial opportunities, but I can certainly chuck some free HomePlug adapters to *select* individuals who convince me that they are willing and capable of driving this effort with me.
In addition to starting the empty shell of a SoureForge project, I have placed the package on our web site at:
http://www.intellon.com/support/Intellon_Linux_Release_Package.zip
and posted an app note about it at:
http://www.intellon.com/support/Intellon_Linux_App_Note_26002465.pdf
thanks,
James.Mentz@intellon.com
Required Skills: Skill 7110 Networking Level Competent Experience 2 yr - 5 yr

Now, you able guys, it is only to sign up and help.
More later. Böðvar

fimmtudagur, september 09, 2004

Meira um Ebay og PayPal

Engin vonbrigði hér. Vörurnar skila sér. Ég lærði hins vegar að það er betra að skrá sig sem "verified" PayPal notanda. Greiðslur ganga þá gjarnan hraðar fyrir sig og sumir versla alls ekki við þá sem ekki eru "verified". Gallinn við að taka þetta heim frá Bandaríkjunum er að það þarf yfirleitt að nota þriðja aðila til að sjá um að koma hlutunum heim. Hér er komin þjónusta við slíkt -- ShopUSA -- og er það gott, nema hvað þjónustan er nokkuð dýr. Ég þurfti að borga meira í þjónustu og aðflutningsgjöld hjá ShopUSA en ég greiddi fyrir sjálfar vörurnar að viðbættum flutningskostnaði til Norfolk!
Það virðist líka betra að versla við Ástralíubúa en Kanana. Kanarnir virðast vera í eins konar fangelsi og eiga í erfiðleikum með að senda vörur úr landi. Fyrir Áströlum er útflutningur ekkert mál. Náði mér þar (í gegnum Ebay) í SCSI controller á um 7000 kr., sem kostar hér um 30.000 kr. út úr búð. Ekki slæmt.

laugardagur, september 04, 2004

Hættur í Hvalfjarðargöngum

Gönging komu...en

Ég er búinn að keyra þessi göng frá því áður en þau voru opnuð. Tilhlökkunin var mikil að geta ekið daglega í vinnuna fyrir sunnan, því að verðið átti að verða viðráðanlegt. Því miður brást það og er gangagjaldið því skattur á ferðalanga, einkum þá sem mest þurfa á þeim að halda, Akurnesinga og nágranna þeirra.

En það var ekki þetta sem ég ætlaði að ræða um, heldur það sem ég uppgötvaði fljótt, en hef beðið eftir að skrifað yrði um: hætturnar í göngunum. Þar sem ég hef enn ekki orðið var við vitlegar umræður um hættur ganganna og mögulegar úrbætur, þá tel ég að rétt sé að setja fram mínar skoðanir á málinu.

Hættur ganganna

Þegar ekið er erlendis, sér maður að hlutir eru með ýmsum hætti. Göng líka. Sums staðar eru þau dimm og þröng (einkum í Noregi), en annars staðar björt, breið og þægileg að aka um. Ég hef ekið um göng í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Belgíu, Lúxembúrg, Frakklandi, England og Bandaríkjunum (ekið frá Seattle um Kaliforníu til Tucson í Arizona) og þannig séð margar og mismunandi útfærslur. Eftirfarandi greiningu og mögulegar lausnir byggi ég á þessari reynslu sem ökumaður.

  1. Göngin eru of dimm.
    Óvíða hef ég ekið dimmari göng en Hvalfjarðargöngin (sleppum Ólafsfjarðarmúla o.þ.u.l.). Göngin eru múrsprautuð með lit sem gleypir nánast alla birtu. Til þess að reyna að vega upp á móti þessu er miklu rafmagni eytt í raflýsingu, sem af sömu ástæðum dugar skammt. Þetta sjáum við meðal annars á því hversu hægt þeir aka, sem sjaldan fara um göngin, eða þeir sem farnir eru að missa bestu sjón.
    Bæði í Bandaríkjunum og Frakklandi (og víðar) hef ég ekið um göng sem eru hvítkölkuð. Það munar gífurlega miklu á birtustigi og eykur á öryggi að göngin séu björt, vegna þess að minni athygli og orka fer í það að reyna að sjá hvar maður er staddur á veginum. Þetta er einn allra stærsti öryggisþátturinn í lokuðu umferðarrými (göngum, stokkum o.fl.).
  2. Kantsteinar
    Þegar ég fór um göngin áður en þau voru fullkláruð (þau voru stundum opnuð þegar veður voru ill) fundust mér þau víð og lofa góðu. En því miður fannst einhverjum þörf á að setja kantsteina og búa til eins konar gangstéttar á hvora hlið -- eins og þeir vissu ekki að umferð gangandi fólks yrði bönnuð!
    Hvað gerist ef bíll rekst utan í kantstein? Margir bílstjórar hafa reynslu af því. Með örfáum undantekningum er eins og rykkt sé í stýrið og því snúið af afli í þá átt, sem hindrunin (kantsteinninn) er -- út af! Bíllinn hendist þá út í vegginn og kastast til baka út á veginn aftur og gjarnan út í vegg hinum meginn, eða veltur.
    Eru aðrar lausnir? Það er mjög óvíða, nema í stuttum göngum og þá helst innanbæjar, sem maður sér kantsteina í göngum erlendis. Besta lausn sem ég hef séð er að setja "rillur" úr nokkurra millimetra þykku hvítu asfalti úti í kantana. Rillurnar (upphækkaðar línur) eru ýmist með jöfnu eða misjöfnu millibili. Þegar bíll ekur yfir þær, myndast hátt hljóð, sem vekur jafnvel fast sofandi bílstjóra. Þeir hafa þá smástund til þess að kippa bílnum inn á veginn aftur og þó svo að það gerist ekki, þá ætti bíllinn að fara mjúklegar út í vegginn og hætta á veltu eða miklum meiðslum að minnka töluvert.
    Ég er sannfærður um að þessi lausn mundi fækka óhöppum í göngunum verulega.
  3. Þungaflutningar
    Mikið hefur verið kvartað undan þungaflutningum, einkum flutningum eldsneytis. Loksins hefur eitthvað verið gert varðandi þungaflutninga. Umferð þungaflutningabifreiða hefur verið takmarkaður við ákveðna tíma sólarhringsins -- misjafnan eftir dögum vikunnar. Mér sýnist þó að mikið vanti uppá. Enn eru venjulegir ökumenn að lenda í því að vanbúnir flutningabílar aka á allt niður í 20 km hraða niður göngin og safna á eftir sér fjölda bifreiða eða freista manna til ólöglegs framúraksturs. Þetta gera þeir vegna þess að þeir hafa ekki hemlunar- eða vélarafl til þess að stöðva bifreiðina ef eitthvað kemur upp á. Upp göngin hinum megin aka þeir svo á allt niður í sama hraða -- eftir hleðslu og vélarafli. Þessa þungaflutningaumferð þarf að takmarka við alminnsta umferðartíma.
  4. Hættuleg efni (Dangerous Goods)
    Akstur með eldfim og sprengifim efni voru vandamál, en eitthvað virðist hafa verið gert í þeim málum -- alla vega er það sjaldnar nú orðið, sem maður lendir í að aka á eftir slíkum bílum. Annað hvort ætti að banna þennan akstur með öllu, eða úthluta sérstökum tíma, sem þá væri vel auglýstur á skiltum og með framíkalli á útvarpssendingum ganganna, svo að menn eigi kost á að velja að aka þá Hvalfjörðinn eða að snúa við.
  5. Mengun
    Sumir ofangreindra flutningabíla og einnig aðrir bílar með dísilvélar valda mikilli mengun þegar ekið er undir álagi. Þá eru vélar eitthvað vanstilltar eða slitnar. Ég tel að taka þurfi nokkuð hart á þeim sem þannig tækjum aka, því að það er fremur óheilsusamlegt að anda að sér þeirri mengun, sóti og öðru, sem myndast við þessar aðstæður, einkum þar sem gangamenn virðast sparir á blásarana, sem eiga að sjá um að reykhreinsa göngin.

Hvað þarf að gera?

Sjálfsagt má nefna til fleiri hættur en hér eru nefndar, en eitt er víst: Eitthvað þarf að gera.
Í fluginu er lögð mikil áhersla á öryggismál. Þar starfa lögskipaðar nefndir og einnig hafa flugfélögn sjálf komið á stofn öryggisnefndum innan sinna veggja. Þessar nefndir reyna að finna leiðir til þess að minnka áhættuna í fluginu. Skrifaðar eru reglur sem félögin þurfa síðan að fara eftir.
Í samgöngumálum á landi virðast eingar slíkar nefndir vera starfandi. Ef þær eru það, þá fer lítið fyrir þeim. Að mínu viti verður að koma á sérstakri nefnd um umferð í veggöngum, sem hafi vald til þess að setja reglur um þennan öryggisþátt. Þessa nefnd þurfa hlutlausir aðilar að skipa, þ.e. ekki fulltúrar gangaeigenda eða Samgönguráðuneytis, nema í mesta lagi einn frá hvorum, þar sem báðir hljóta að teljast eiga sérstakra fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Nefndarmenn þurfa að vera skipaðir af Umferðarráði, Hæstarétti, Bílgreinasambandi, FÍB, Neytendasamtakanna og öðrum, sem teljast mega fulltrúar "neytenda".
Hugsanlega þarf einhverja lagasetningu til þess að slík nefnd hafi nægilegt vægi. Það ætti ekki að þurfa, en mér sýnist því miður að eigendur ganganna og Samgönguráðuneyti hafi til þessa sýnt ákveðinn mótþróa í þeirri litlu umræðu af þessu sem þó hefur þegar farið fram (eldsneytisflutningar) og séu því ekki líklegir til þess að taka á málinu, og líkast til heldur líklegir til þess að standa í gegn.
Það væri gaman að fá umræðu um göngin, einkum hættuþáttinn, en einnig þarf að ræða gangagjaldið og þá mismunun sem þar á sér stað. En það er efni í annan pistil.

miðvikudagur, september 01, 2004

Ebay og PayPal

Það er langt síðan ég skráði mig á Ebay og PayPal. PayPal notaði ég straxt til þess að kaupa diska með The Savage Rose, en Ebay var bara fikt. Nú um síðustu helgi var ég hins vegar að prófa mig áfram og náði í notaðan FrameMaker 6.0 +SGML á 51 dollar, diskur, bækur og allt. Forritið kostaði upprunalega um 1500 dollara. Góður díll. Einnig náði ég í 18GB SCSI disk á 31 dollar. Hvort tveggja greiddi ég með PayPal og svo tek ég þetta heim með ShopUSA. Það á eftir að sjá hvernig það gengur. Meira síðar. Böðvar