Linux vélarnar
Ég var að prófa
heimasíðuna mína og datt einhvern veginn í hug að klikka á
Linux Counter. Fann login og lykilorðin mín og kýldi á að klára að færa inn Linux vélarnar mínar og þessa í vinnunni. Alls eru þær 5 stk., þ.a. ein gömul 33MHz Digital vél, sem ég ætla að nota sem router, en hef ekki klárað að tengja. Ég hef ftp-að á henni og gekk það vel.
Verð að fara að klára að setja upp almennilegt net á tölvurnar, svo ég geti auðveldlegar unnið á þær saman. Stærsti gallinn er plássleysið og hitinn í þessu litla herbergi. Ekki mjög gaman. :-(
Engin ummæli:
Skrifa ummæli