fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Micro$oft á gömlu gengi -- Open Source áfram á kr. 0,-

Morgunblaðið | 20.11.2008 | 08:30

Microsoft tekur stöðu með krónunni

Ég fékk eftirfarandi skeyti gegnum RGLUG (... sem segir allt sem þarf):
from Smári McCarthy
to stjorn@fsfi.is,
rglug
date Wed, Nov 19, 2008 at 10:23 PM
subject Microsoft veitir Íslandi afslátt
-- [efni klippt út úr haus] --

Microsoft hefur ákveðið að öll viðskipti við Íslendinga miðist við að evran kostaði 120 krónur. Það er mun minna en raunverulegt gengi er á markaði. Hjá Seðlabankanum kostar evran um 175 krónur en 215 krónur hjá Seðlabanka Evrópu.

120 króna gengi Microsoft þýðir að vörur frá fyrirtækinu verða talsvert ódýrari en þær hefðu orðið ella. Í tilkynningu frá Microsoft á Íslandi segir að þetta komi sér vel fyrir þúsundir íslenskra fyrirtækja og stofnanna sem eru með fasta leyfissamninga við Microsoft.
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item237870/

"Í ljósi hins göfuga útspils Microsoft um að miða verð sín við gamalt gengi á evrunni hefur frjálsi heimurinn ákveðið að halda áfram að gefa hugbúnaðinn sinn frítt eins og hann hefur gert alla tíð. Mun þá nýjasta útgáfa af Ubuntu Linux sem kom út í Október kosta 0 krónur, og sömuleiðis munu Firefox vafrinn og OpenOffice.org skrifstofupakkinn vera fríkeypis áfram."
- Smári

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

How to replace Notepad in Windows XP [Hacker's Corner!]

I have had hard times replacing Notepad and it seems to come back ever so often. Finally (I hope) I found the solution. It is here, both in the initial suggestion and even better in the discussions:
http://weblogs.asp.net/rweigelt/archive/2004/08/12/213085.aspx

The basic thing is to replace notepad.exe wherever it resides, in the C:\WINDOWS subdirectories, mainly, ServicePackFiles\i386\ (which seems to be the main source) and SYSETM32\DLLCACHE\ (hidden file, second main source) and SYSTEM32\. Then, and only then, you can replace the C:\WINDOWS\notepad.exe without fear of it becoming overwritten.

I replaced it with the Crimson editor Notepad replacement (the notepad.exe that comes with the installation). It seems OK, except that when opening, it comes up with a warning:

C:\WINDOWS\ (or C:\WINDOWS\SYSTEM32\) contains an invalid path.
Then it just works.

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Sigur Obama - von um betri heim - í bili

Guði sé lof! Bandaríkjamenn hafa séð að sér og kosið sér forseta, sem virðist hafa almenna skynsemi til að bera, ásamt því að vera einstaklega vel máli farinn og skýr í framsetningu. Ég bind miklar vonir við Obama og það virðist umheimurinn gera líka, svo sem sjá má t.d. af hækkun á hlutabréfamörkuðum og ummælum víða að.

Guð blessi þennan mann og verndi. Já, ekki er vanþörf á að biðja fyrir honum, því að góðir menn á forsetastóli verða oft fyrir miklu hatri, að maður minnist ekki á tilræðin, sbr. JFK og Abe.

Megi Guð gefa okkur betri tíma, tíma afturhvarfs til hans og fráhvarfs frá græðgi, dómhörku og yfirgangi.

Til hamingju, Bandaríkjamenn!