Ég var að heyra að uppsagnir væru í gangi á Morgunblaðinu, t. d. hefði íþróttafréttastjórinn fengið reisupassann. Það finnst mér svolítið merkilegt, þar sem íþróttafréttir Moggans hafa þótt með þeim áreiðanlegustu í bransanum. Og ef rétt er sem ég heyrði, að ástæða uppsagnarinnar væru fyrirhugaðar breytingar á stefnu í íþróttafréttaritun blaðsins, þá vakna nokkuð margar spurningar.
Ég fór því að kíkja á vef Moggans http://www.mbl.is eftir fréttum um uppsagnir og upplýsingum um ritstjórn blaðsins og hvort þar væru upplýsingar um fréttastjóra einstakra málaflokka. Því er skemmst frá að segja að engar fréttir fann ég um uppsagnir og engar um hverjir væru fréttastjórar málaflokka -- og svo náttúrulega það að Styrmir Gunnarsson er enn ritstjóri Moggans og mbl.is. Ekki miklar breytingar þar á bæ!