þriðjudagur, október 16, 2007
Runólfur kvaddur
Það kom þá að því að maður þurfti að kveðja gamla Runólf (Renault Megane). Eftir einhverjar tilraunir til að skipta um eða gera við sjálfskiptinguna á ódýran hátt, þá gáfumst við endanlega upp, enda sitthvað annað farið að gefa sig í gamla skrokknum, og skiluðum honum upp í Vöku miðvikudaginn 10. okt. Greyið hefur verið í biðsal dauðans síðan síðla vetrar, eða um miðjan mars.
Jæja, Runólfur var búinn að þjóna okkur vel. Kannski verður hann að steypustyrktarjárni eða einhverju viðlíka í framtíðinni. Boddýið var alla vega gott.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)